17.09.2024
Viðskiptahraðallinn Startup Tourism er fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu. Markmið hraðalsins er að hvetja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Lesa meira
17.09.2024
Fulltrúar ferðaskrifstofa, fulltrúar frá Markaðsstofu Norðurlands og starfsfólk SSNV heimsóttu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi vestra, ásamt því áttu þau stefnumót á Sauðárkróki, Blönduósi og Laugarbakka.
Lesa meira
13.09.2024
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira
12.09.2024
Ungmennaþing SSNV fór fram í gær og heppnaðist það vel. Markmið dagsins var að gefa ungu fólki á Norðurlandi vestra tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumál landshlutans og koma sínum hugmyndum á framfæri. Yfirskrift þingsins í ár var „Okkar framtíð á Norðurlandi vestra“.
Lesa meira
11.09.2024
8. haustþing SSNV er haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi 15. október 2024.
Opnap hefur verið fyrir skráningu þingfulltrúa og gesta. Skráning hér.
Lesa meira
10.09.2024
Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Startup Stormur er byggður upp að fyrirmynd viðskiptahraðla og er sérhannaður með þarfir teymanna sem taka þátt í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða.
Lesa meira
09.09.2024
Í síðustu viku fór fram haustfundur menningarfulltrúa og verkefnastjóra menningarmála hjá landshlutasamtökunum. Alla jafna hittist hópurinn að vori og hausti, og þá í höfuðborginni annars vegar og í einum landshluta hinsvegar. Fundir sem þessir eru nauðsynlegir til að stilla saman strengi um hvernig efla megi menningarstarf á landsbyggðinni og ekki síst standa að hagsmunagæslu lista um allt land.
Lesa meira
06.09.2024
Þann 11. september fer fram ungmennaþing SSNV í Félagsheimilinu á Blönduósi, er þetta annað árið í röð sem þingið er haldið. Ungmennaþingið er hluti af áhersluverkefninu Ungt fólk á Norðurlandi vestra.
Lesa meira
05.09.2024
Fundargerð 112. fundar stjórnar SSNV, 3. september 2024
Lesa meira
05.09.2024
Evrópurútan mun mæta á Blönduós mánudaginn 16. september og Sauðárkrók þriðjudaginn 17. september. Íbúum er boðið til fundar og samtals um tækfæri í heimabyggð til alþjóðasamstarfs í gegnum fjölmargar samstarfsáætlanir Evrópusambandins.
Lesa meira