Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi SSNV, og Ingi Vífill Guðmundsson, fyrrv. verkefnastjóri hjá NMÍ, héldu vinnustofu 2. júní sl. sem bar yfirskriftina "Betri umsóknir". Á vinnustofunni var kafað í hvað einkenni góðar styrkumsóknir, áherslur sjóðsnefnda og úthlutunarreglur. Einnig voru kynnt verkfæri sem frumkvöðlar geta nýtt sér til að styrkja umsóknirnar sínar.
Hér má nálgast upptöku af vinnustofunni sem haldin var á netinu í gegnum Zoom. Hérna má nálgast glærurnar.