Skv. grein 1.3 í samningi um sóknaráætlanir skulu landshlutasamtök skipa samráðsvettvang þar sem tryggja þarf sem breiðustu aðkomu sveitarstjórna, stofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og annarra haghafa í landshlutanum. jafnframt skal gæta að lýðræðis-, búsetu-, aldurs- og kynjasjónarmiða.
Allir þeir sem tóku þátt í fundum í tengslum við vinnslu sóknaráætlunar 2020-2024 voru skráðir í samráðsvettvanginn. Jafnframt geta aðrir áhugasamir íbúar landshlutans skráð sig.
Samráðsvettvangurinn er upplýstur um framgang sóknaráætlunar að minnsta kosti árlega. Jafnframt er hann hvattur til að senda inn hugmyndir að áhersluverkefnum. Hann tekur jafnframt þátt í endurskoðun sóknaráætlunar sem skv. grein 1.2 í samningi um sóknaráætlanir skal endurskoðið með tilliti til stöðu landshlutans og framvindu áætlunarinnar að minnsta kosti einu sinni áður en samningstímabilið er hálfnað.
Íbúar landshlutans eru hvattir til að skrá sig á samráðsvettanginn og taka þannig þátt í framgangi sóknaráætlunar.