Haustþing SSNV um hagsmunamál sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra skal haldið í októbermánuði ár hvert. Stjórn SSNV er heimilt að bjóða til haustþingsins aðilum sem tengjast umfjöllun og starfi sambandsins, með málfrelsi og tillögurétt. Haustþingið getur ályktað um þau mál sem borin eru þar upp og ræður afl atkvæða niðurstöðu máls. Á haustþingi skal leggja fram fjárhagsáætlun, þ.m.t. ákvörðun um árgjöld, og starfsáætlun samtakanna fyrir komandi ár.
Á haustþingi SSNV og aukaþingum eiga sæti fulltrúar sveitarfélaganna en hafa þeir einir atkvæðisrétt sem til þess eru kjörnir. Haustþing er opið til áheyrnar kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum, framkvæmdastjórum og starfsmönnum sveitarfélaga og starfsmönnum SSNV og tengdra verkefna á Norðurlandi vestra. Stjórn samtakanna er heimilt að bjóða til þingsins aðilum sem tengjast umfjöllun og starfi samtakanna, með málfrelsi og tillögurétti. Alþingismenn úr Norðvesturkjördæmi hafa rétt til setu á ársþingi með heimild til að ávarpa þingið.