Byggðagleraugu SSNV

Byggðagleraugu SSNV

Stjórn SSNV veitir ár hvert viðurkenninguna Byggðagleraugun til ráðuneytis, stofnunar eða fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlutanum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans. Er viðurkenningunni ætlað að hvetja forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja til að horfa með “byggðagleraugunum” á verkefni sinna eininga og nýta þau tækifæri sem gefast til flutnings starfa/verkefna á landsbyggðina í samræmi við áherslur byggðaáætlunar.

Aðilar sem til greina koma skulu;

a) vera með starfsstöð í landshlutanum,

b) hafa sýnt í verki vilja til að efla starfsstöðvar sínar í landshlutanum,

c) eða með öðrum hætti stuðlað að fjölgun starfa í landshlutanum.

Stjórn SSNV velur þann aðila sem viðurkenninguna hlýtur ár hvert og er viðurkenningin afhent á ársþingi samtakanna.

 

Byggðagleraugun 2024

SSNV veitti Háskólanum á Hólum Byggðagleraugun árið 2024 fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.

Nánar um Byggðagleraugun 2024

Hólmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri Háskólans á Hólum ásamt Katrínu M. Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV.

 

Byggðagleraugun 2023

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, hafa veitt Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggða­gleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhendi Þorkeli V. Þorsteinssyni aðstoðarskólameistara FNV viðurkenninguna á 31. Ársþingi SSNV þann 14. apríl 2023.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur mikla þýð­ingu fyrir sam­­félögin á Norð­urlandi vestra og þykir fyrir­myndardæmi um metnaðarfullt skólastarf á landsvísu. Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er í stöðugri þróun í sínu framsækna og faglega skólastarfi.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á staðnám á Sauðárkróki, dreifnám á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Nemendur í fjarnámi geta stundað námið hvaðan sem er af landinu eða hvar sem er í heiminum. Skólinn býður einnig upp á helgarnám í iðngreinum fyrir 23 ára og eldri og hefur hlotið mikið lof fyrir. 

  Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóra SSNV og Þorkell V. Þorsteinsson aðstoðarskólameistara FNV

Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri FNV og Katrín M. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV 

 

Byggðagleraugun 2022

Húsnæðis og mannvirkjastofnun hlaut Byggðagleraugun árið 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar         stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt með fjölgun verkefna og hefur því mikla þýðingu fyrir     samfélögin á Norðurlandi vestra. Þykir hún  fyrirmyndar dæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður stjórnar SSNV og Aldís Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri hjá HMS.

 

Byggðagleraugun 2021 

Vinnumálastofnun hlaut Vinnumálastofnun hlaut Byggðagleraugun árið 2021 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðva stofnunarinnar á Hvammstanga og Skagaströnd. Starfsstöðvarnar báðar hafa mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykja fyrirmyndar dæmi   um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina.


 

 

 

 

 

 

 

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.