Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veita árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni sem fram hafa farið á Norðurlandi vestra árið áður. Viðurkenningar eru veittar í tveimur flokkum:

 

a) Verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar

b) Verkefni á sviði menningar 

 

Viðurkenningarnar geta fallið í hlut einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja eða stofnana á Norðurlandi vestra fyrir framlag sitt í ofangreindum flokkum.

Hér má nálgast reglur um viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra.

 

Framúrskarandi verkefni 2023 

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunarKaffibrennslan Korg fyrir uppbygginu kaffibrennslu og framleiðslu á kaffi.

Á sviði menningarmála: Leikflokkur Húnaþings vestra fyrir leikritið Himinn og Jörð.

 

Framúrskarandi verkefni 2022

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar: Austan Vatna fyrir vinnslu á matarhandverki.

Á sviði menningarmála: Ós Textíllistamiðstöð fyrir rekstur á miðstöð fyrir textíllistafólk.

 

Framúrskarandi verkefni 2021

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar: Brúnastaðir í Fljótum fyrir vinnslu geitaosta.

Á sviði menningarmála: Maður og kona ehf, fyrir sýninguna Boðflennu eftir Shoplifter, Hrafnhildi Arnarsdóttur í Hrútey og Sögufélag Skagafjarðar fyrir Byggðasögu Skagafjarðar.

 

Framúrskarandi verkefni 2020

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar: Vörusmiðja Biopol fyrir sölubíl smáframleiðenda á Skagaströnd

Á sviði menningarmála: Handbendi brúðuleikhús fyrir brúðulistahátíðina Hvammstangi International Puppetry festival á Hvammstanga

 

Framúrskarandi verkefni 2019

Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar: Sýndarveruleiki fyrir sýninguna 1238 á Sauðárkróki

Á sviði menningarmála: Kakalaskáli fyrir sýninguna um Þórð Kakala í Skagafirði