Jólin heima er framúrskarandi verkefni á sviði menningar

Verkefnið Jólin heima, árlegir jólatónleikar sem hafa skapað sér sérstakan sess í menningarlífi Skagafjarðar, hefur verið valið framúrskarandi verkefni 2024. Tónleikarnir, undir stjórn Jóhanns Daða Gíslasonar, sameina skagfirskt tónlistarfólk og fá gesti til að njóta hlýrrar stemningar á aðventunni. Jólin heima eru ekki aðeins tónlistarviðburður, heldur einnig orðinn mikilvægur hluti menningar í landshlutanum.
16.04.2025 Lesa meira

Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ) fyrir Húnabyggð

Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ) fyrir Húnabyggð voru nýverið kynntar nemendum, kennurum og foreldrum Húnaskóla í því skyni að stuðla að markvissri umræðu og áframhaldandi þróun í þágu farsældar barna. Kynningarnar fóru fram í apríl og voru þátttakendur hvattir til að leggja sitt af mörkum með hugmyndum og ábendingum. ÍÆ veitir innsýn í líðan og aðstæður barna og ungmenna og gegnir lykilhlutverki í mótun stefnu og þjónustu innan sveitarfélagsins. Von ábyrgðarteymisins er að niðurstöðurnar verði til þess að efla vitund og samvinnu heimila og skóla um velferð og farsæld barna.
15.04.2025 Lesa meira

Losun þungmálma úr sjávarafurðum er framúrskarandi verkefni á sviði atvinnu og nýsköpunar 2024

FoodSmart Nordic hefur nýverið hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi verkefni 2024 á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir verkefni þar sem áhersla er lögð á að fjarlægja þungmálma úr sæbjúgum. Verkefnið undirstrikar mikilvægi þess að fullnýta sjávarafurðir á heilnæman hátt, sem er í takt við aukna áherslu á heilbrigt og næringarríkt mataræði.
15.04.2025 Lesa meira

Lífeindafræðingur á Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki óskar eftir að ráða lífeindarfræðing á rannsóknardeild stofnunarinnar frá miðjum maí 2025
27.02.2025 Lesa meira

Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki

Veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki óskar eftir matreiðslumanni (konu) í fullt starf sem fyrst góð laun í boði fyrir rétta manneskju.
27.02.2025 Lesa meira

Foodsmart Nordic leitar að starfsfólki í matvælaframleiðslu

Vegna aukinna verkefna leitar Foodsmart Nordic að kraftmiklu og duglegu starfsfólki í framleiðsluhúsið sitt.
25.02.2025 Lesa meira
  • Húnaþing vestra

    Húnaþing vestra

  • Húnabyggð

    Húnabyggð

  • Skagaströnd

    Skagaströnd

  • Skagafjörður

    Skagafjörður