Auglýsing um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Lesa meira

Gamli bærinn á Blönduósi verður aðdráttarafl ferðamanna

Undirritaður hefur verið viðaukasamningur um verkefnið Gamli bærinn á Blönduósi – aðdráttarafl ferðamanna, sem miðar að því að hanna framtíðarsýn fyrir gamla bæinn og þróa sögulega leiðsögn til að styrkja ferðaþjónustu og skapa ný störf í Húnabyggð. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun landshlutans og styður við markmið byggðaáætlunar um aukna ábyrgð heimamanna og eflingu atvinnulífs.
Lesa meira

Jarðhiti jafnar leikinn - Styrkir til nýtingar og leitar á jarðhita

Á vef Umhverfis- og orkustofnunar má nú sjá auglýsingu um styrki til nýtingar og leitar á jarðhita. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 1 milljarði króna í sérstakt jarðhitaleitarátak árin 2025-2028 á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar.
Lesa meira

Viðaukasamningur um stofnun Þekkingargarða á Norðurlandi vestra

Undirritaður hefur verið viðaukasamningur um stofnun þekkingargarða á Norðurlandi vestra, með höfuðstöðvar á Sauðárkróki. Verkefnið miðar að því að tengja saman atvinnulíf, menntastofnanir og sveitarfélög með áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu og nýsköpun. Samningurinn nemur 8 milljónum króna og er liður í stefnumótandi byggðaáætlun stjórnvalda.
Lesa meira

Viðaukasamningur um orkuskipti á köldum svæðum í Húnaþingi vestra

Undirritaður hefur verið viðaukasamningur um styrk til verkefnis sem snýr að orkuskiptum á köldum svæðum í Húnaþingi vestra. Verkefnið felur í sér greiningu og undirbúning á uppsetningu staðarveitna með varmadælum þar sem ekki er tenging við hitaveitu. Markmiðið er að bæta búsetuskilyrði, draga úr orkukostnaði og stuðla að sjálfbærari orkunýtingu.
Lesa meira

Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra 2024

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veita árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni sem fram hafa farið á Norðurlandi vestra árið áður. Stjórn hefur valið hvaða verkefni hljóta viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni árið 2024.
Lesa meira

Leiðir til byggðafestu - Rekstur lítilla fyrirtækja með Jóni Snorra

Á þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði og hugtök í tengslum við að þróa viðskiptahugmyndir. Farið verður yfir markaðsgreiningu tækifæra og hvernig viðskipta- og markaðsáætlanir eru byggðar upp. Lögð er áhersla á að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi þessara þátta í stofnun og rekstri fyrirtækis. Námskeiðið er gjaldfrjálst en skráningar er þörf.
Lesa meira

Lokafundur Target Circular í Tromsö

Dagana 10.–13. mars sóttu Davíð Jóhannsson og Sveinbjörg Pétursdóttir, starfsmenn SSNV, lokafund verkefnisins Target Circular sem haldinn var í Tromsö í Noregi. Fundurinn markaði formleg lok átaksverkefnis sem miðar að því að styðja frumkvöðla í þróun hringrásarhagkerfisverkefna með sjálfbærni að leiðarljósi.
Lesa meira

Fræðslufundur um heimilisofbeldi

Síðastliðinn þriðjudag, 18. mars, var boðið upp á fræðslu fyrir konur og kvár um ofbeldi í nánum samböndum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Farið var yfir eðli ofbeldissambanda, einkenni sem og möguleg stuðningsúrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis. Það á ekkert okkar að þurfa að búa við ofbeldi í neinni mynd, hvorki þau sem fullorðin eru né börn.
Lesa meira

Ársfundur Stofnunar rannsóknarsetra HÍ

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hélt ársfund sinn á Skagaströnd 13. mars sl. en þar hefur verið starfsemi frá því í nóvember 2009. Árlega er haldinn ársfundur og ársskýrsla gefin út og eins og áður segir var fundurinn í ár haldinn á Skagaströnd. Fulltrúi frá SSNV mætti á ársfundinn og hlýddi á fjölbreytt og fróðleg erindi sem þar var boðið upp á.
Lesa meira