29.11.2018
Fimmtudaginn 22. nóv. sl. rann út umsóknarfrestur um styrki til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2019. Alls bárust 109 umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 185 milljónum kr. í styrki. Er þetta svipaður fjöldi umsókna og undanfarin ár. Til úthlutunar eru rúmar 60 milljónir kr.
Lesa meira
29.11.2018
Á árinu 2016 var hrundið af stað átaki í markaðs- og kynningarmálum innan SSNV. Hluti af markaðs- og kynningarátakinu var að láta hanna kennimerki sem fyrirtæki á Norðurlandi vestra geta nýtt sér í sinni markaðssetningu, kennimerki sem gefur til kynna hvar á landinu viðkomandi fyrirtæki er staðsett.
Lesa meira
28.11.2018
Skýrsla um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra ásamt Samtökum sveitarfélaga á vesturlandi og Fjórðungssambandi Vestfjarða fengu Deloitte til að vinna hefur vakið mikla athygli. Í henni er dregin fram staða sjávarútvegsfyrirtækja í kjördæminu en afkoma þeirra versnaði á síðasta ári hlutfallslega þónokkuð meira en annarsstaðar á landinu.
Lesa meira
28.11.2018
SSNV er þátttakandi stærsta rannsóknarverkefni ferðaþjónustunnar á áfangastaðnum Norðurlandi. Samningur um verkefnið var undirritaður á dögunum en verkefnið er unnið af Markaðsstofu Norðurlands, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Háskólanum á Hólum.
Lesa meira
27.11.2018
Miðvikudaginn 14. Nóvember síðastliðinn var „Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra“ haldinn í Miðgarði í Skagafirði. Þetta var í þriðja sinn, sem viðburðurinn er haldinn, en að honum stendur samstarfsvettvagur Ferðamálafélaganna þriggja á Norðurlandi vestra og SSNV.
Lesa meira
26.11.2018
Út er komin á vegum Byggðastofnunar skýrslan Atvinnutekjur 2008-2017 eftir atvinnugreinum og svæðum. Í skýrslunni er leitast við að greina hvaða atvinnugreinar standa undir atvinnutekjum fólks eftir landsvæðum og hvaða breytingar hafa orðið á tímabilinu frá bankahruni.
Lesa meira
26.11.2018
Á dögunum voru veittar viðurkenningar Creditinfo til Framúrskarandi fyrirtækja.
Lesa meira
23.11.2018
Á dögunum undirrituðu ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Sigurður Ingi Jóhannsson og Þorleifur Karl Eggertsson, formaður stjórnar SSNV, viðaukasamning við Sóknaráætlun Norðurlands vestra vegna Innviðauppbyggingar vegna gagnavers á Blönduósi.
Lesa meira
23.11.2018
SSNV er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni sem hlaut á dögunum styrk úr sjóði Norðurslóðaverkefna. Aðrir þátttakendur í verkefninu eru WESTBIC og ICBAN (atvinnuþróunarfélög), Udaras na Gaeltachta (landshlutasamtök), University of Ulster og Karelia University (háskólar í Norður-Írlandi og Finnlandi).
Lesa meira
22.11.2018
Sveitarstjórnarstigið hefur mikilla hagsmuna að gæta í EES-samstarfinu og því var sveitarstjórnarvettvangur EFTA settur á fót árið 2010. Í honum eiga sæti tólf kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.
Lesa meira