ÓRÁÐSTEFNA Á HÓTEL LAUGARBAKKA
þriðjudaginn 12. Nóvember 2019 klukkan 13 - 16
Súpa og spjall frá klukkan 12:15
Óráðstefna er vestur-húnvetnska þýðingin á engilsaxneska hugtakinu „unconference“ eða „Barcamp“ eins og þetta er kallað á meginlandinu. Og hvað er málið ? Jú, fundarefnið verður til í höndunum á ykkur þátttakendunum, en auðvitað verða allir með réttu ráði, því útkoman skiptir okkur jú öll máli.
Og svona rúllar þetta:
Í hverri óráðssíu verður krufinn málaflokkur sem þið teljið að skipti máli fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi vestra en fjöldi málefna/hópa og fjöldi í hóp ráðast af þátttakendafjölda. Málefni má stinga upp á við skráningu eða á staðnum og þau eru svo borin upp til atkvæða.
Við hvetjum sem flesta til að koma og taka virkan þátt í skemmtilegum vettvangi ! Skráning er hér til mánudagsins 11.11. 2019
Ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra og SSNV
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550