22.11.2018
SSNV er þátttakandi í fyrirtækjakönnun landshlutanna sem Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hefur unnið um nokkurra ára skeið. Könnunin hefur verið send út á fyrirtæki á svæðinu, allt frá einyrkjum til stærri fyrirtækja og annarra sem hafa fólk í vinnu.
Lesa meira
21.11.2018
SSNV stendur í ár líkt og í fyrra fyrir átaki fyrir jólin sem miðar að því að hvetja íbúa á Norðurlandi vestra til að versla í heimabyggð. Næstu vikur verða birtar áminningar í svæðismiðlunum undir slagorðunum, Verum snjöll – verslum heima.
Lesa meira
19.11.2018
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 26 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 441 m.kr.
Lesa meira
09.11.2018
SSNV og Eyþing hafa í sameiningu tekið í notkun yfirgripsmikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Verkefnið hefur hlotið nafnið Menningarbrunnur en það hlaut styrk úr Sóknaráætlunum Norðurlands eystra og vestra sem áhersluverkefni.
Lesa meira
08.11.2018
Í þriðja sinn stendur samráðsvettvangur Ferðamálafélaganna á Norðurlandi vestra og SSNV fyrir Haustdegi ferðaþjónustunnar. Áhugaverð erindi um ýmisleg málefni greinarinnar og kjörið tækifæri að hitta kollegana af svæðinu í Miðgarði 14. nóv. n.k.
Lesa meira
08.11.2018
Alls bárust 17 umsóknir um styrki til frumathugana á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra.
Lesa meira
08.11.2018
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við sveitarfélög í Húnaþingum efna til samkeppni, Ræsingu Húnaþinga, um góðar viðskiptahugmyndir í Húnaþingum, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.
Lesa meira
07.11.2018
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SV) undirrituðu á dögunum þjónustusamning við Hvítárós ehf. um uppfærslur og viðhald á gagnagrunni sem fyrirtækið hefur sett upp fyrir landshlutasamtökin á Norðurlandi vestra og Vesturlandi. Gagnagrunnur SSV er þegar aðgengilegur á heimasíðu samtakanna en gagnagrunnur SSNV verður settur á vef samtakanna á næstunni. Gagnagrunnarnir innihalda upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem verða þarna aðgengilegar á einum stað.
Lesa meira
07.11.2018
Að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), vann Deloitte samantekt um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Skýrslan er unnin í tengslum við áform stjórnvalda um veiðigjöld. Í henni kemur skýrt fram versnandi afkoma sjávarútvegsfélaga á svæðinu.
Lesa meira
06.11.2018
Fundargerð stjórnar 6. nóvember 2018
Lesa meira