Get ég tekið þátt?
Já ef þú ert kona sem rekur þitt eigið fyrirtæki á því svæði sem verkefnið nær yfir.
Hvað kostar að taka þátt í tengslanet verkefninu?
W-POWER verkefnið stendur straum af öllum ferða- og gistikostnaði. Þátttaka sem slík kostar því ekkert.
Hve lengi er hver heimsókn?
Jafningjaheimsókn getur tekið frá þremur til að hámarki sjö daga. Hvert jafningjateymi ákveður í sameiningu hversu lengi heimsóknin er og hvað verður gert, allt byggt á þörfum hópsins.
Hvernig sæki ég um?
Þú finnur umsókn inn á eftirfarandi svæði http://w-power.interreg-npa.eu/
Þarf ég að taka þátt í einhverjum viðburðum áður eða eftir jafningjafræðsluna?
Haft verður samband við valda þátttakendur af verkefnastjóra í viðkomandi landi og þeir boðaðir í viðtal. Með því að sækja um í verkefnið samþykkir þú líka að halda skrá yfir heimsóknirnar (hvað er gert, reynslu, þekkingu osfrv.)
Hverng finn ég jafningja í verkefninu?
Verkefnastjórar í W-POWER verkefninu munu gera það sem þeir geta til að finna jafningja þinn innan verkefnasvæðisins.
Hvar finn ég frekari upplýsingar?
Farðu inn á http://w-power.interreg-npa.eu/
Hvaða lönd taka þátt?
North Karelia og Lapland í Finlandi, Norrbotten svæðið í Svíþjóð, Argyll og eyjarnar, Dumfries og Galloway, Hjaltlandseyjar og Orkney í Skotlandi, vestursvæðið í Írlandi (Galway, Mayo, Sligo, Donegal, Leitrim) og svæði utan höfuðborgarsvæðisins á Íslandi.
https://www.nmi.is/is/frettir/tengslanet-fyrir-kvenfrumkvodla-utan-hofudborgarsvaedisins
Nýsköpunarmiðstöð Íslands er þátttakandi í NPA verkefni sem kallast W-Power sem styður við frumkvöðlakonur í dreifðari byggðum Norðurslóða, hvetja þær til að stofna fyrirtæki eða þróa og stækka starfandi fyrirtæki. Þátttökulöndin eru ásamt Íslandi; Finland, Svíþjóð, Írland, Skotland og Hjaltlandseyjar.
Hér eru frekari upplýsingar um verkefnið http://w-power.interreg-npa.eu/.
Nánari upplýsingar veitir Elín Gróa Karlsdóttir á netfanginu elingroa@nmi.is
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550