23.03.2025
Dagana 10.–13. mars sóttu Davíð Jóhannsson og Sveinbjörg Pétursdóttir, starfsmenn SSNV, lokafund verkefnisins Target Circular sem haldinn var í Tromsö í Noregi. Fundurinn markaði formleg lok átaksverkefnis sem miðar að því að styðja frumkvöðla í þróun hringrásarhagkerfisverkefna með sjálfbærni að leiðarljósi.
Lesa meira
20.03.2025
Síðastliðinn þriðjudag, 18. mars, var boðið upp á fræðslu fyrir konur og kvár um ofbeldi í nánum samböndum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Farið var yfir eðli ofbeldissambanda, einkenni sem og möguleg stuðningsúrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis. Það á ekkert okkar að þurfa að búa við ofbeldi í neinni mynd, hvorki þau sem fullorðin eru né börn.
Lesa meira
19.03.2025
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hélt ársfund sinn á Skagaströnd 13. mars sl. en þar hefur verið starfsemi frá því í nóvember 2009.
Árlega er haldinn ársfundur og ársskýrsla gefin út og eins og áður segir var fundurinn í ár haldinn á Skagaströnd. Fulltrúi frá SSNV mætti á ársfundinn og hlýddi á fjölbreytt og fróðleg erindi sem þar var boðið upp á.
Lesa meira
18.03.2025
Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV þakkar henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðarverkefnum. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
Lesa meira
18.03.2025
Fundargerð 121. fundar stjórnar SSNV, 18. mars 2025
Lesa meira
18.03.2025
Um síðustu helgi hélt kvartett frá Skagaströnd tónleika fyrir íbúa nokkurra öldrunarstofnana á Norðurlandi vestra, en verkefnið "Gleði í gömul hjörtu" snérist um að færa eldri kynslóðinni lifandi tónlist með skemmtilegum og léttum lögum sem margir þekkja. Tónleikarnir voru haldnir á HSN á Sauðárkróki, Hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, HSN á Blönduósi og HVE á Hvammstanga. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir 2025. Framtak kvartettsins frá Skagaströnd er frábært dæmi um hvernig list og menning geta sameinað kynslóðir og fært gleði inn í daglegt líf.
Lesa meira
17.03.2025
Á næsta fyrirlestri Forvitinna frumkvöðla þann 1. apríl munum við kafa ofan í hvernig frumkvöðlar geta þjálfað og nýtt skapandi og lausnamiðaða hugsun til að finna nýjar leiðir og skapa verðmæti.
Lesa meira
13.03.2025
Fundargerð 120. fundar stjórnar SSNV, 11. mars 2025
Lesa meira
12.03.2025
Hátíðapotturinn er stuðningur fyrir íslenskar tónlistarhátíðir til þess að bjóða erlendum blaðamönnum til landsins með það að markmiði að koma íslenskum tónlistarhátíðum og tónlist á framfæri og efla alþjóðleg tengsl. Auk blaðamanna geta hátíðir einnig sótt um fyrir þátttöku listrænna stjórnenda eða annarra lykilaðila ef það þjónar því markmiði að koma íslenskri tónlistarmenningu á framfæri. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars.
Lesa meira
11.03.2025
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum kr. til þrettán fjölbreyttra verkefna til að efla byggðir landsins. Ánægjulegt er frá því að segja að fjögur þeirra verkefna sem hlutu styrkveitingu eru af Norðurlandi vestra.
Lesa meira