14.12.2023
Finnsku samstarfsaðilar okkar í verkefninu Target Circular voru með tilraunaþjálfun fyrir atvinnuráðgjafa á sínu svæði á dögunum. Samskonar þjálfun verður í boði á Íslandi í lok 2024/byrjun árs 2025.
Lesa meira
08.12.2023
Þriðjudaginn 5. desember 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga. Hófst fundurinn kl. 10.30.
Lesa meira
07.12.2023
Vel heppnað Ungmennaþing SSNV var haldið Í félagsheimilinu á Blönduósi þann 5. október síðastliðinn. Þegar dregin eru saman aðalatriðin af þinginu þá er ljóst að ungmennin vilja búa í samfélagi þar sem á þau er hlustað og þau geta sagt skoðanir sínar, bæði núna og þegar þau verða eldri.
Lesa meira
29.11.2023
Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.
Lesa meira
28.11.2023
Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna. Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.
Lesa meira
28.11.2023
Opnuð hefur verið stafræn nýsköpunargátt fyrir frumkvöðla. Markmið gáttarinnar er að hún verði alhliða upplýsingaveita fyrir frumkvöðla á Íslandi, leiðarvísir og gagnleg upplýsingamiðlun um nýsköpun og stuðningsumhverfi hennar.
Lesa meira
24.11.2023
Efri-Fitjar, Lækjamót, Prestsbær, Steinnes og Þúfur eru tilnefnd í ár og óskum við þeim innilega til hamingju með tilnefninguna. Ekki amalegt að sjá dreyfinguna hér í landshlutanum.
Lesa meira
23.11.2023
Guðlaugur Skúlason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá SSNV og mun hefja störf í janúar.
Lesa meira
20.11.2023
Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og græn verkefni, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira