Vinnustofa í markaðssamskiptum á erlendum mörkuðum út frá menningarlegum sjónarmiðum

Vinnustofa í markaðssamskiptum á erlendum mörkuðum út frá menningarlegum sjónarmiðum (e. How to use culture codes in marketing communications)

24. september - 16:00 til 19:00  |  HT-101 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands

Komdu með okkur í ferðalag þar sem við kynnumst undraheimi tungumála, merkja, myndmála og sagna í markaðssetningu til ferðamanna.

Ykkur í íslensku ferðaþjónustunni er hér boðið á vinnustofu í markaðssamskiptum á erlendum mörkuðum með áherslu á ferðaþjónustu. Aðgangur er ókeypis en athugið að sætaframboð er takmarkað. 

Markmiðið með þessari vinnustofu er:

Betri samskiptahæfni: Að geta lesið óbein skilaboð úr auglýsingum og notað innsýn til að búa til markvissara og áhrifaríkara markaðsefni.

Menningarleg næmni: Að skilja hvernig menning og gildi hafa áhrif á skynjun neytenda. Sá skilningur nýtist við að hanna herferðir sem höfða til fjölbreyttra alþjóðlegra markhópa. 

Hagnýting: Að þátttakendur geti notað þær aðferðir sem kenndar eru í vinnustofunni til að bæta markaðsstarf síns fyrirtækis og ferðaþjónustunnar í heild sinni.

Tekin verða dæmi úr herferðum hérlendis þannig að efnið verður líka tengt við íslenskan markaði.

Vinnustofan verður haldin 24. september frá klukkan 16-19 í stofu HT-101(Háskólatorg). Vinnustofan er á vegum viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Stjórnandi vinnustofunnar er Anna Silwa dósent við Wroclaw University of Economics and Business í Varsjá. Vinnustofan fer fram á ensku.

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonandi nýtið þið þetta góða tækifæri að fræðast um markaðssetningu út frá menningarlegum sjónarmiðum og eflið tengslanetið á sama tíma.