Starfsfólk SSNV sóttu nýsköpunar- og tækniráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Guðlaugur Skúlason á TechBBQ
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir og Guðlaugur Skúlason á TechBBQ

Fulltrúar SSNV sóttu nýsköpunarráðstefnuna TechBBQ 2024, sem fram fór í Kaupmannahöfn dagana 11.-12. september. TechBBQ er nýsköpunar- og tækniráðstefna þar sem saman koma frumkvöðlar, fjárfestar, stofnendur og aðrir hagsmunaaðilar úr heimi nýsköpunar og tækni.

Á ráðstefnunni var áhersla lögð á að efla tengslanet, deila þekkingu og skoða nýjustu strauma og stefnur í nýsköpun og tæknistjórnun. Fulltrúar SSNV nýttu tækifærið til að hitta fulltrúa annarra norrænna svæða og ræða möguleika á samstarfi, fjárfestingum og þróun nýrra verkefna.

Þátttaka SSNV á TechBBQ er mikilvæg til að fylgjast með nýjustu tækni- og nýsköpunarþróun og stækka tengslanet okkar. Miklir möguleikar eru í því að tengja saman frumkvöðla á svæðinu okkar við alþjóðlega markaði og stuðla í leiðinni að aukinni nýsköpun.

Á ráðstefnunni var einnig kynnt nýjungin „Nordic Investor Day,“ þar sem áhersla var lögð á að tengja fjárfesta við sprotafyrirtæki og tækifæri á Norðurlöndunum. Fulltrúar SSNV tóku þátt í fjölda viðburða sem tengdust framtíðarsýn á sviði tækni, grænna lausna og sjálfbærni.

TechBBQ hefur þróast úr smáum viðburði yfir í að vera mikilvægur vettvangur fyrir nýsköpunarheiminn á Norðurlöndunum, og þátttaka SSNV er hluti af þeirri framtíðarsýn að styrkja nýsköpunarumhverfi Norðurlands vestra og stuðla að nýjum tækifærum fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á svæðinu.