Fundir Evrópurútunnar á Blönduósi og Sauðárkróki

Mynd frá fundinum á Blönduósi
Mynd frá fundinum á Blönduósi

Evrópurútan er á ferð og flugi um allt land og í vikunni stoppaði hún á Blönduósi og Sauðárkróki. Fundirnir gengu mjög vel og fengu þátttakendur tækifæri til þess að kynnast og fræðast um Evrópuverkefni á vegum Rannís. Þar er svo sannarlega margt í boði en fulltrúar Rannís kynntu m.a. Erasmus+ og stoðverkefni þess, Horizon Europe, Creative Europe og Nordplus. Evrópsk tækifæri hafa undanfarin ár verið vel nýtt hér á landi og haft víðtæk áhrif á samfélagið. Á Blönduósi kynnti Greta Clough okkur fyrir verkefninu Handbendi og Heimferð: Moetive Caravan en það hefur verið styrkt af EEA Grants Culture. Elsa Arnardóttir forstöðumaður Textilmiðstöðvar Íslands sagði frá Evrópuverkefnum sem miðstöðin hefur unnið að undanfarin ár með góðum árangri en þar má nefna CENTRINNO sem hlaut styrk úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins (nánari upplýsingar hér) og Tracks4Crafts sem hlaut styrk úr Horizon 2022. Á Sauðárkróki sagði Eva Óskarsdóttir, alþjóðafulltrúi FNV frá Erasmus+ ferðum Fjölbrautaskólans og evrópusamstarfi á milli skóla.

Rannís býður upp á fjölmarga möguleika fyrir einstaklinga og stofnanir þegar litið er til Evrópustyrkja- og verkefna, við hvetjum ykkur til að skoða það nánar hvað þau bjóða upp á. Þú getur kynnt þér sjóði og alþjóðastarf Rannís hér.

Takk fyrir komuna.