Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029 er nú til umsagnar

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029 hafa nú verið lögð inn á Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Íbúar Norðurlands vestra eru hvattir til að kynna sér áætlunina og koma með ábendingar ef þurfa þykir.

Stjórn SSNV samþykkti á vormánuðum að ráða ATON til að veita okkur ráðgjöf og aðstoð við gerð nýrrar sóknaráætlunar. Síðan þá hafa gögn verið rýnd um stöðu landshlutans og gerð úttekt á markmiðum og árangri fyrri sóknaráætlunar. Netkönnun var send til kjörinna fulltrúa og viðtöl tekin við ólíka aðila úr samfélaginu, haldnar voru þrjár vinnustofur fyrir íbúa og ungmennaþing til að tryggja aðkomu ólíkra hópa að stefnumótunarferlinu. Okkur finnst mikilvægt að íbúar fái tækifæri til þess að hafa áhrif á sóknaráætlunina sem mun vera leiðarljós áranna 2025-2029 hvað þróun og áherslur landshlutans varðar.

Samráðsferlið er opið til 4. október nk. á samráðsgátt stjórnvalda.