Sérfræðingur í verkefnaundirbúningi hjá Rarik

Helstu verkefni og ábyrgð

Sérfræðingur í verkefnaundirbúningi þarf að eiga auðvelt með samskipti þar sem stór hluti starfsins snýst um samtal við hagsmunaaðila verkefna. Hér þarf að undirbúa spennandi verkefni, stór og smá, í samstarfi við ýmsa hagaðila, s.s. sveitarfélög og ýmsar stofnanir, og tryggja að framkvæmdir okkar séu gerðar í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og hafi tilskilin leyfi.  

 
Menntunar- og hæfniskröfur

Öll menntun sem nýtist í starfi er kostur en að auki leitum við eftir manneskju með framúrskarandi samskiptahæfileika, auðmjúkri en ákveðinni og gjarnan með bakgrunn tengdan skipulagsmálum, samningagerð eða opinberri stjórnsýslu. Gott er að geta unnið sjálfstætt og hafa mikla skipulagshæfileika. Rétta manneskjan í starfið þarf einnig að vera spennt fyrir breytingum og því að læra nýja hluti því þetta er starf sem á eftir að mótast mikið og þróast með tilkomu nýrrar tækni á næstu árum. Reynsla og/eða þekking af rafmagni er kostur en ekki nauðsyn.  

 

Nánari upplýsingar um starfið hér.