Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024 eru nú til umsagnar

 

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 hafa nú verið lögð inn á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Íbúar Norðurlands vestra eru hvattir til að kynna sér áætlunina og koma með ábendingar um hvað betur má fara.

 

Áætlunin var unnin frá því í byrjun maí þar til í október. Mikil áhersla var lögð á samráð með rafrænni könnun, fundum í hverri sýslu starfssvæðisins sem og Stórfundi. Samtals komu því á fimmta hundrað íbúa landshlutans að gerð áætlunarinnar. Áætlunin er unnin í samræmi við samning landshlutasamtakanna fyrir hönd sveitarfélaganna á starfssvæðinu vip ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála og menntamála. Er henni ætlað að vera leiðarljós áranna 2020 – 2024 hvað þróun og áherslur innan landshlutans varðar.

 

Samráðsferlið stendur til 14. október á Samráðsgátt stjórnvalda