Þann 17. október næstkomandi heldur Orkustofnun ráðstefnu á Grand Hótel, klukkan 8:00 – 12:00, þar sem farið verður yfir tækifæri og áskoranir í tengslum við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi.
Á ráðstefnunni verður fjallað um öryggisstjórnkerfi virkjana, umhverfismat fyrir smærri virkjanir og áhrif smávirkjana á flutnings- og dreifikerfi raforku.
Auk þess verður fjallað um fjármögnun smávirkjana og áhuga orkufyrirtækja á kaupum á raforku frá þeim.
Fulltrúi samtaka smávirkjanaaðila í Noregi segir einnig frá reynslu Norðmanna og að lokum verður kynning á virkjanasögu Húsafells.
Mikilvægt að þátttakendur skrái sig á ráðstefnuna hér. Sjá auglýsingu um ráðstefnuna.
Ráðstefnunni verður streymt á netinu - hlekkur birtist á heimasíðu Orkustofnunar samdægurs.
Dagskrá
08:00 | Skráning og morgunverður |
08:30 | Setning ráðstefnu Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri |
08:40 | Ávarp ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir |
08:50 | Öryggisstjórnkerfi virkjana Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur hjá Mannvirkjastofnun |
09:10 | Umhverfismat fyrir smærri virkjanir Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun |
09:30 | Smávirkjanir og dreifikerfið Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri tæknisviðs hjá RARIK |
09:50 | Kaffihlé |
10:10 | Smávirkjanir og flutningskerfið Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets |
10:30 | Fjármögnun smávirkjana Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar |
10:50 | Smávirkjanir í Noregi Knut Olav Tveit, Daglig leder, Småkraftforeningen |
11:10 | Hafa orkufyrirtækin áhuga á að kaupa orku frá smávirkjunum Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá HS Orku |
11:30 | Virkjanasaga Húsafells Arnar Bergþórsson, stjórnarformaður Arnarlækjar |
11:50 | Samantekt og fundi slitið |
Fundarstjóri Erla Björk Þorgeirsdóttir
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550