Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður með skrifstofu ráðherra óháð staðsetningu á Norðurlandi vestra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður með skrifstofu ráðherra óháð staðsetningu í Húnaþingi vestra þann 10. maí og í Skagafriði þann 11. maí. Á báðum starfsstöðvunum verður ráðherra með opna viðtalstíma þar sem öll áhugasöm eru velkomin í stutt, milliliðalaust spjall um málefni á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þá verða fyrirtækjaheimsóknir einnig hluti af dagskrá ráðherra.
Lesa meira

Hádegis fundarröð fyrir forvitna frumkvöðla!

Fundarröðin er gagnleg og hvetandi fyrir alla þá sem vilja fræðast um nýsköpun. Mismunandi gestafyrirlesarar koma fram hverju sinni og opnar umræður í lokin. Þetta er tækifæri þar sem forvitnir fá innsýn í nýsköpunarheiminn.
Lesa meira

Byggðakvóti á Norðurlandi vestra eykst um 66 tonn

Úthlutunin byggir á reglugerð nr. 1018/2022 um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga á fiskveiðiárinu 2022/2023. Einnig er stuðst við upplýsingar frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks auk samdráttar í rækju- og skelvinnslu.
Lesa meira

Framúrskarandi verkefni 2022

Lesa meira

Í fréttum er þetta helst - nóvember 2022

Hér getur á að líta það helsta sem var í fréttum af SSNV í nóvembermánuði.
Lesa meira

Níu verkefni klára Vaxtarrými Norðanáttar

Níu nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að.
Lesa meira

Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Landshlutasamtök sveitarfélaga geta í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í samkeppnissjóð vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf með gerð viðaukasamninga við sóknaráætlanir viðkomandi landshluta um tiltekin verkefni eftir forgangsröðun heimafólks. Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudagsins 20. janúar 2023.
Lesa meira

Nýtt samstarfsverkefni í startholunum hjá SSNV

NPA brúarverkefnið BRAIN sem samtökin eru þátttakendur að hefur hlotið brautargengi. Um er að ræða 6 mánaða undirbúningsverkefni fyrir aðalverkefni sem sótt verður um fyrir á árinu 2023.
Lesa meira

Haustfundur atvinnuþróunar

Að þessu sinni haldinn í Hveragerði á vegum SASS
Lesa meira