ER STYRKUR Í ÞÉR?

Auglýst eftir umsóknum - Tveir sjóðir í boði Nú er að hefjast umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2017. Einnig er að hefjast umsóknar- og úthlutunarferli í nýjan sjóð, Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra, fyrir árið 2017. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember næstkomandi.
Lesa meira

Ferðamáladagur Norðurlands vestra 9. nóvember n.k.

Það er mikið um að vera í ferðaþjónustunni og allir aðilar hér á svæðinu, sem henni tengjast, í sóknarhug. Nú ætlum við að spá í spilin saman og horfa fram á veginn. Ferðamáladagur Norðurlands vestra  verður haldinn 9. nóvember n.k. kl. 11 - 17 í Félagsheimilinu Húnaveri. Áhugaverðar kynningar og upptaktur að samstarfsverkefnum
Lesa meira

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar til viðtals í Húnaþingi vestra

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals á skrifstofu SSNV á Höfðabraut 6 á Hvammstanga, þann 28. október.
Lesa meira

Ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála með viðverutíma á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd

Davíð Jóhannsson ráðgjafi á sviði ferðamála verður til viðtals þriðjudaginn 25. október milli kl 13:00 og 15:00 á skrifstofu SSNV á Hvammstanga, miðvikudaginn 26. október milli kl. 13:00 og 15:00 á skrifstofu Blönduósbæjar og fimmtudaginn 27. október milli kl. 14:00 og 16:00 á skrifstofu SSNV á Skagaströnd.
Lesa meira

Ársþing SSNV

Föstudaginn 21. október verður 24. ársþing SSNV haldið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð

Opið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð. Vegna breytinga á verklagi sjóðsins var ákveðið að sameina umsóknarfresti ársins 2016 og hafa aðeins einn frest í stað tveggja. Var opnað fyrir umsóknir á vormánuðum og er umsóknarfrestur nú til þriðjudagsins 15. nóvember 2016, kl. 17:00.
Lesa meira

Svanni - lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um ábyrgðartryggingar

Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu.
Lesa meira

AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI Í FRAMKVÆMDASJÓÐ FERÐAMANNASTAÐA

Opnað verður fyrir umsóknir þann 3. október næstkomandi og er umsóknafrestur til miðnættis 25. október.
Lesa meira

Ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála með viðverutíma á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd

Davíð Jóhannsson ráðgjafi á sviði ferðamála verður til viðtals á þriðjudaginn 27. sep milli kl 13:30 og 16:00 á skrifstofu SSNV á Hvammstanga, miðvikudaginn 28. sep. milli kl. 13:30 og 16:00 á skrifstofu Blönduósbæjar og fimmtudaginn 29. sep milli kl. 13:30 og 16 á skrifstofu SSNV á Skagaströnd.
Lesa meira

Átak til atvinnusköpunar - athugið framlengdur frestur

Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.
Lesa meira