Mannamót

Mannamót markaðsstofa landshlutanna fór fram í Kórnum í Kópavogi 17. janúar. Mannamót er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpar til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem landshlutarnir bjóða uppá.
Lesa meira

Breytingar á Blönduósi

Um árabil hafa Textílsetur Íslands og Þekkingarsetrið verið rekin á Blönduósi með aðskildar stjórnir. Starfsemi beggja eininga hefur verið í sama húsi og því eðlilega samlegðaráhrif af rekstri þeirra. Sú breyting var gerð á nýju ári rekstur Textílseturs og Þekkingarsetursins var samþættur og við það varð til Textílmiðstöð Íslands – Þekkingarsetur á Blönduósi. Samþættingin felst í því að fulltrúaráð og stjórnir beggja stofnana eru sameinaðar og var ný stjórn kosin samkvæmt nýjum skipulagsskrám 8. janúar 2019.
Lesa meira

Ratsjáin og Ræsing Húnaþinga!

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir kynningu á Ratsjánni, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og NMÍ, og Ræsingu Húnaþinga föstudaginn 25. janúar 2019.
Lesa meira

Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgar lítillega frá 1. desember 2018

Hagstofan hefur birt mannfjöldatölur miðað við 1. janúar 2019 og samanburð við 1. desember 2018.
Lesa meira

SSNV þátttakandi í átjánda fundi sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í átjánda sinn í Brussel 6.-7. desember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu
Lesa meira

Gleðilega hátíð

SSNV óskar öllum gleðilegrar hátíðar
Lesa meira

Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála tekur til starfa

Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vinna nú sameiginlegt verkefni um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi. Um er að ræða áhersluverkefni fyrir árið 2018 sem nýverið fór af stað. Stofnaður var starfshópur um verkefnið sem í sitja Kristján Þór Magnússon, Norðurþingi, Gunnar I. Birgisson, Fjallabyggð og Einar E. Einarsson, Skagafirði. Með hópnum starfa framkvæmdastjórar SSNV og Eyþings, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson.
Lesa meira

Kortavefsjá SSNV

Kortavefsjá SSNV komin í loftið
Lesa meira

Úthlutun úr smávirkjanasjóði SSNV

Á fundi sínum þann 4. desember samþykkti stjórn SSNV tillögu matsnefndar smávirkjanasjóðs SSNV um úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Lesa meira

Rannsóknarsetur HÍ á Norðurlandi hlýtur styrk

Í Stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 er gert ráð fyrir styrkjum til fjarvinnslustöðva (liður B.8.). Markmið verkefnisins er að koma opinberum gögnum á rafrænt form og fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Í verkefnapottinum sem um ræðir eru 300 milljónir á gildistíma byggðaáætlunar. Á dögunum var auglýst eftir umsóknum og í þetta skiptið voru 30 milljónir til úthlutunar. Alls bárust 16 umsóknir. 4 verkefni hlutu styrk og var meðal annars stuðst við mat á íbúaþróun, samsetningu atvinnulífs, atvinnustigs og þróun starfsmannafjölda á viðkomandi stofnun undanfarin ár.
Lesa meira