Fyrirtækjakönnun landshlutanna

SSNV tekur þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna í annað skiptið í ár. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri á Norðurlandi vestra: einyrkjum og stærri fyrirtækjum sem og stofnunum og öðrum sem hafa fólk í vinnu. Þegar hefur verið send út rafræn spurningakönnun á fyrirtækjalista SSNV. Ef þú eða fyrirtæki þitt hefur eki fengið senda könnun er hægt að senda póst á ssnv@ssnv.is og við sendum könnunina um hæl.
Lesa meira

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál fundar með stjórn SSNV

Fulltrúar úr stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál funduðu í dag með stjórn og framkvæmdastjóra SSNV á Hvammstanga. Fundurinn er liður í fundaferð hópsins um landið til að ræða við stjórnir landshlutasamtaka um sóknaráætlanir og framgang þeirra í héraði.
Lesa meira

Sóknaráætlun – hvað er það?

Kynning á Sóknaráætlun Norðurlands vestra.
Lesa meira

Vel heppnuð "Óráðstefna"

Haustdagur ferðaþjónustunnar haldinn í fjórða sinn.
Lesa meira

Undirritun nýrra samninga um sóknaráætlanir landshluta - Aukin ábyrgð og völd heim í hérað

Samningar um sóknaráætlanir landshluta voru undirritaðir 12. nóvember sl. í ráðherrabústaðnum í Reykjavík. Samningana undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhansson, mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir og formenn eða framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, undirritaði fyrir hönd SSNV.
Lesa meira

Smávirkjanaverkefni SSNV kynnt á Orkufundi 2019

Orkufundur samtaka orkusveitarfélaga var haldinn 7. Nóvember sl. Á fundinum var kastljósinu beint að smávirkjunum, skipulagi, umhverfismati, regluverki og kortlagningu. Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV flutti erindi á fundinum um smávirkjanaverkefni samtakanna sem staðið hefur yfir frá því á árinu 2017.
Lesa meira

Samstarf í þágu útflutningshagsmuna

Utanríkisráðherra og fulltrúar Íslandsstofu ræða samstarf og þjónustu við íslenskar útflutningsgreinar á Norðurlandi
Lesa meira

HAUSTDAGUR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á NORÐURLANDI VESTRA 2019

ÓRÁÐSTEFNA Á HÓTEL LAUGARBAKKA þriðjudaginn 12. Nóvember 2019 klukkan 13 til 16. Súpa og spjall frá klukkan 12:15
Lesa meira

Fólkið á Norðurlandi vestra - nýr þáttur í loftinu

SSNV hefur hafið framleiðslu á 30 hlaðvarpsþáttum undir heitinu Fólkið á Norðurlandi vestra. Hlaðvarp er í raun og veru útvarp sem ekki er sent út í línulegri dagskrá heldur má hlusta á hvenær sem er í hvaða snjalltæki sem er. Um er að ræða nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra - Er styrkur í þér?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 20. nóvember 2019.
Lesa meira