10.02.2020
Fundur um eftirmál óveðursins sem gerði fyrir miðjan desember sl. verður haldinn í Víðihlíð fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00
Lesa meira
06.02.2020
Þann 2. febrúar 2020 var haldið upp á að 20 eru liðin frá því að skíðasvæði AVIS í Tindastóli var tekið í notkun. Við það tækifæri var jafnframt vígð ný lyfta sem tekur við þar sem eldri lyftu sleppir og liggur upp á topp, endar í alls 903 metra hæð.
Lesa meira
05.02.2020
Stjórn SSNV ákvað á fundi sínum þann 14. janúar sl. að veita Ingva Hrannari Ómarssyni styrk að fjárhæð 1 milljón króna vegna náms hans við Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Er styrkurinn tekinn af liðnum Sérstakar styrkveitingar stjórnar í fjárhagsáætlun samtakanna.
Lesa meira
05.02.2020
Gengið hefur verið frá samningi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf og mögulegar sameiningar safna á Norðurlandi vestra.
Lesa meira
23.01.2020
Á heimasíðu SSNV er að finna gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um innviði sveitarfélaganna sem eru aðgengilegar á einum stað. Tilgangur gagnagrunnsins er meðal annars að veita innviðaupplýsingar um svæðið sem nýtast væntanlegum fjárfestum.
Lesa meira
22.01.2020
Starfsmenn SSNV sátu á dögunum vinnufund hjá Byggðastofnun vegna verkefnis A.18 á byggðaáætlun, skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis.
Lesa meira
21.01.2020
Út er komin skýrslan Kolefnisspor Norðurlands vestra sem unnin er af Stefáni Gíslasyni hjá Environice fyrir SSNV. Er skýrslan hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra árin 2018-2019.
Lesa meira
20.01.2020
SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2019. Um er að ræða nýjung í starfinu en viðurkenningin verður framvegis veitt á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.
Lesa meira
17.01.2020
SSNV er þátttakandi í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market. Verkefninu er ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Lagt er upp með að aðstoða 10 fyrirtæki á Norðurlandi vestra við að auka þekkingu sína á stafrænni tækni til markaðssetningar.
Lesa meira
16.01.2020
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum vegna fjarvinnslustöðva er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.
Lesa meira