Framkvæmdastjóri SSNV tekur sæti í Stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál

SSNV veitir landshlutasamtökum sveitarfélaga á Íslandi (LHSS) forystu starfsárið 2018-2019. Í því felst m.a. seta framkvæmdastjóra í Stýrihópi stjórnarráðsins um byggðamál en hópurinn hefur það hlutverk að efla samhæfingu innan stjórnarráðsins í málefnum sem snúa að byggðamálum og tryggja virkt samráð við sveitarstjórnarstigið í þeim málaflokki.
Lesa meira

Stofnun smáfyrirtækja - námskeið

SSNV stendur fyrir námskeiði um Stofnun fyrirtækja. Námskeiðið verður haldið yfir tvo daga: Föstudaginn 26. október kl. 16-19 og laugardaginn 27. október kl. 9-16. Farið verður yfir mismunandi félagaform, skattaleg sjónarmið, frádráttarbæran rekstrarkostnað og ábyrgð stjórnenda og fjármálastjórn.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018.
Lesa meira

Hittumst og fræðumst

Í kjölfar 2. haustþings SSNV sem haldið var á Blönduósi 19. október stóðu samtökin fyrir dagskrá fyrir sveitarstjórnarmenn undir yfirskriftinni Hittumst og fræðumst. Í ljósi þess að 67% sveitarstjórnarmanna eru nýir í sveitarstjórnum á starfssvæði samtakanna var ákveðið að bjóða upp á dagskrá sem samanstóð af erindum þar sem farið var yfir sameignleg viðfangsefni sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.
Lesa meira

Ný stjórn SSNV

Haustþing SSNV var haldið föstudaginn 19. október 2018 á Blönduósi. Ný stjórn samtakanna var kosin á þinginu.
Lesa meira

Hvert er kolefnisspor Norðurlands vestra?

Mikilvægt skref í umhverfismálum fyrir landshlutann. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa, fyrst landshlutasamtaka, skrifað undir samning um vinnu við stöðugreiningu á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild. Verkefnið mun Umhverfisvöktun ehf. (Environice) í Borgarnesi, með Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing í fararbroddi, vinna fyrir SSNV. Skv. samningnum felst í verkefninu greining á helstu orsakavöldum kolefnislosunar, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Að þeim niðurstöðum fengnum verða greindir möguleikar á annars vegar minnkun á losun kolefnis og hins vegar hvaða mótvægisaðgerðir koma helst til greina í landshlutanum.
Lesa meira

Listaskóli unga fólksins

Skýrsla um listaskóla unga fólksins - áhersluverkefni frá 2016
Lesa meira

Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn? Smávirkjanasjóður SSNV

Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslunar í strjálbýli

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru vegna verslunar í strjálbýli, sbr. aðgerð A.9 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Markmið með aðgerðinni er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar.
Lesa meira

Samráðsvettvangurinn fundar í Miðgarði

Árlegur fundur Samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, sem í eru fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á svæðinu, var haldinn í Miðgarði 4. okt. sl.
Lesa meira