16.05.2023
Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnaði formlega í gær. Húsnæði hótelsins og umhverfi þess er einstak fyrir margar sakir. Hótelið stendur í miðjum gamla bænum og er húsið upprunalegt að hluta frá árinu 1900 og var þá bústaður sýslumanns Húnvetninga. Eigendur kappkostuðu því að halda í upprunalegt útlit hússins.
Lesa meira
02.05.2023
Hjónin Elín S Sigurðardóttir og Jóhannes Torfason frá bænum Torfalæk í Húnabyggð þóttu skara framúr og hlutu viðurkenninguna Landstólpinn 2023 við mikinn fögnuð á ársfundi Byggðarstofnunnar sem haldin var á Húsavík sl föstudag.
Lesa meira
27.04.2023
Annað tveggja teyma frá FNV sem tók þátt í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla í Smáralind í lok mars var valið í úrslit og mun kynna viðskiptahugmyndina sína á uppskeruhátíð ungra frumkvöðla í höfuðstöðvum Arion banka kl. 15 í dag.
Lesa meira
21.04.2023
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, hafa veitt Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggðagleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhendi Þorkeli V. Þorsteinssyni aðstoðarskólameistara FNV viðurkenninguna á 31. Ársþingi SSNV þann 14. apríl síðast liðinn.
Lesa meira
19.04.2023
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Kynnt verða drög að grænbók sem er fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.
Öll eru velkomin. Gott aðgengi fyrir hjólastóla er á öllum fundarstöðunum. Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni og mun forsætisráðherra taka þátt í umræðuhópunum
Lesa meira
18.04.2023
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutun úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða á dögunum og er gaman að segja frá því að fjögur verkefni af Norðurlandi vestra hlutu styrk. Alls bárust 101 umsókn í sjóðinn og hlutu 28 verkefni styrk upp á samtals 550 milljónir.
Lesa meira
18.04.2023
31. Ársþing SSNV skorar á Matvælaráðherra að fara án tafar í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001. Jafnframt þarf að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn til rannsókna.
Lesa meira
17.04.2023
31. Ársþing SSNV fór fram síðast liðinn föstudag og var haldið á Hótel Laugarbakka sem stendur við bakka Miðfjarðarár í Húnaþingi vestra. Umhverfið allt tók vel á móti gestum þingsins sem var afar vel sótt þetta árið. Ráðherra, þingfólk, kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt nýráðnum framkvæmdarstjóra Sambandsins voru meðal gesta.
Lesa meira
03.04.2023
Í desember var kallað eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á árinu 2022 á starfssvæði SSNV. Óskað var eftir tilnefningum í tveimur flokkum þ.e. verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og verkefni á sviði menningar.
Lesa meira
27.03.2023
Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa undanfarið unnið að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Frestur til að koma með athugasemdir við Svæðisáætlunina rennur út á föstudaginn, 31. mars.
Lesa meira