Réttir og göngur með breyttu sniði í ár

Útlit er fyrir að smalamennska og réttir verði með óvenjulegu sniði þetta haustið. Fjöldatakmarkanir verða í samræmi við sóttvarnareglur og aðeins þeim sem eiga fé í réttum leyft að taka þátt. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19. Athugið að sækja þarf um undanþágu á 100 manna hámarksreglunni á netfangið unnsteinn@bondi.is.
Lesa meira

Brúðulistahátíðin HIP (Hvammstangi International Puppet Festival) verður haldin í október 2020

Hvammstangi International Puppet Festival er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, Norðurlandi vestra, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Brúðulistahátíðin HIP verður haldin 9. - 11. október.
Lesa meira

Tækifærin í Covid

Það er líklega kaldhæðni fólgin í því að tala um tækifæri í Covid í ljósi áhrifa faraldursins á heilsu og efnhag heimsbyggðarinnar allrar. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að strax í upphafi faraldurs, og eftir því sem honum fram vindur, höfum við séð breytingar á hegðun okkar á mjög margan hátt.
Lesa meira

Viðburðir framundan hjá SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir ör-ráðstefnum í streymi á komandi vetri. Um er að ræða ráðstefnur um málefni til að örva og styrkja rekstur fyrirtækja. Lagt er upp með að ör-ráðstefnurnar verði ekki lengri en klukkutíma í senn.
Lesa meira

Vantar þig aðstoð?

SSNV veitir aðstoð til frumkvöðla, einstaklinga og fyrirtækja á Norðurlandi vestra. Þjónustan er í boði sveitarfélaga á svæðinu.
Lesa meira

Óska eftir samstarfi við skrifstofu- og frumkvöðlasetur á Íslandi

SSNV leitar eftir samstarfsaðilum á Íslandi sem hafa áhuga á að tengjast inn í verkefnið með sýnileika á heimasíðu og gætu mögulega komið að verkefninu sem tengiliður/ráðgjafi við innlend eða erlend fyrirtæki ef til þess kæmi á síðari stigum. Samstarfsaðilar geta verið fyrirtæki eða einstaklingar sem veita ráðgjöf til fyrirtækja í rekstri, t.d. í atvinnuþróun eða nýsköpun, og starfandi frumkvöðla- eða skrifstofusetur.
Lesa meira

Aukin áhersla á nýsköpun á Norðurlandi vestra

Atvinnuráðgjafi með með nýsköpun sem sérsvið.
Lesa meira

Fundargerð 57. fundar stjórnar SSNV, 3. júlí 2020.

Fundargerð 57. fundar stjórnar SSNV, 3. júlí 2020.
Lesa meira

Leitað er eftir samstarfsaðilum á Íslandi

SSNV leitar eftir samstarfsaðilum á Íslandi sem hafa áhuga á að tengjast inn í verkefnið með sýnileika á heimasíðu og gætu mögulega komið að verkefninu sem tengiliður/ráðgjafi við innlend eða erlend fyrirtæki ef til þess kæmi á síðari stigum. Samstarfaðilar geta verið á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar eða aðrir sem veita ráðgjöf og aðstoð til fyrirtækja.
Lesa meira

Gönguleiðir á Norðurlandi vestra tínast inn

Eitt af átaksverkefnum vegna áhrifa Covid-19 var hnitsetning gönguleiða á Norðurlandi vestra. Voru ráðnir tveir starfsnemar til verksins með stuðningi frá Vinnumálastofnun, annar með ráðningarsamband við Akrahrepp og hinn með ráðningarsambandi við SSNV.
Lesa meira