Á 66. fundi sínum þann 4. maí sl. tók stjórn SSNV undir bókun ársþings SSNE um mikilvægi þess að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins hafi aðkomu að stjórnum, ráðum og nefndum hins opinbera. Bókunin er svohljóðandi:
Lögð fram ályktun ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra um skipan hins opinbera í stjórnir og nefndir.
Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra leggur til að í nýrri byggðaáætlun verði aðgerð sem feli í sér að almennt sé gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð, nefndir og starfshópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þá skorar ársþing á fyrirtæki og félagasamtök sem starfa á landsvísu að horfa til sömu meginreglu.
Stjórn SSNV tekur undir ályktun SSNE og gerir hana að sinni.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550