Barnið hefur fengið nafnið ÚTIBÚIÐ

Á dögunum auglýstum við eftir tillögum að nafni á skrifstofusetur sem sett hefur verið upp í húsnæði Landsbankans, Höfðabraut 6, á Hvammstanga. Okkur bárust fjölmargar tillögur og kunnum við öllum þeim sem sendu inn hugmynd bestu þakkir fyrir. ÚTIBÚIÐ er nafnið sem varð ofan á - enda skemmtileg vísun, annars vegar í þá starfsemi sem verið hefur í húsnæðinu um árabil og verður áfram. Hins vegar vísar nafnið í að fyrirtæki og stofnanir geta sett upp sín útibú í aðstöðunni.
Lesa meira

Atvinnumál kvenna - styrkúthlutun

Nú á dögunum voru veittir styrkir úr Atvinnumálum kvenna. Um 300 umsóknir bárust í ár og hlutu 44 verkefni brautargengi. Af þeim voru fjögur verkefni af Norðurlandi vestra.
Lesa meira

ÚTIBÚIÐ

Skrifstofusetur Hvammstanga
Lesa meira

SKÚNASKRALL hlýtur styrki frá Barnamenningarsjóði og Samfélagssjóði Landsvirkjunar

SKÚNASKRALL, barnamenningarhátíð Norðurlands vestra, var meðal þeirra umsækjenda sem hlutu styrk frá Barnamenningarsjóði við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag. Hlutverk sjóðsins er að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu.
Lesa meira

Spennandi nýsköpunarverkefni fyrir háskólanema í sumar

Við leitum að metnaðarfullum háskólanemendum í nýsköpunarverkefni á sviði hringrásarhagkerfisins í sumar. Verkefnin eru á vegum SSNV og unnin í samstarfi við Gagnaver Etix á Blönduósi. Um er að ræða 2 verkefni.
Lesa meira

Hugmyndaþorpið Norðurland er nú opið!

Nú hefur verið opnað fyrir Hugmyndaþorpið Norðurland sem er hugmyndasamkeppni í tengslum við Nýsköpunarvikuna. Leitast verður eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að auka og hvetja til fullvinnslu afurða.
Lesa meira

Matarboð Nýsköpunarvikunnar: Sjávarborg og R-Rabarbari

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga ætlar í samstarfi við R-Rabarbari frá Svalbarðseyri að taka þátt í Matarboði Nýsköpunarvikunnar.
Lesa meira

Vegvísir

Upplýsingagátt um málefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
Lesa meira

Nýsköpunarvikan á Norðurlandi hefst á morgun

Nýsköpunarvikan fer fram dagana 26. maí til 2. júní. SSNV tekur í hátíðinni í ár og er ætlunin að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað í landshlutanum, meðal annars innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja.
Lesa meira

TextílLab opnað á Blönduósi

Blönduós styrkir stöðu sína sem "Textílmekka" Íslands
Lesa meira