Í jólakveðju Íslenska ferðaklasans kemur fram að Ratsjáin verði aftur á dagskrá á nýju árið. Á árinu sem er að líða voru haldnar tvær Ratsjár með þátttöku 130 fyrirtækja af öllu landinu, af þeim voru 10 fyrirtæki á Norðurlandi vestra.
Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og landshlutasamtökin.
Ratsjáin mun hefjast í febrúar á nýju ári, nánari upplýsingar verða birtar eftir áramót.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550