Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er viðburðastjórinn Jóhann Daði Gíslason. Hann hélt stærstu jólatónleika ársins á Norðurlandi vestra, Jólin heima, um miðjan desember í Varmahlíð. Í þættinum ræðir Jóhann við Helga Sæmund Guðmundsson um viðburðahald í landshlutanum. Þeir hafa báðir reynslu af slíku og ræða tækifæri og áskoranir og mikilvægi þess að halda menningarviðburði í heimabyggð þar sem tónlistarfólk fær tækifæri til að koma fram. Einnig var rætt um jólin í Skagafirði, hefðirnar og árlegu jóla viðburðina. Hægt er að hlusta á þáttinn hér.
Árið 2019 var farið af stað með hlaðvarpsþættina Fólkið á Norðurlandi vestra. Framleiddir voru um 30 þættir sem vöktu mikla athygli og fengu góða hlustun. Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti reglulega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti.
Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550