10.11.2016
AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til kl. 20, 1. desember 2016.
Lesa meira
07.11.2016
Vakin er athygli á því að atvinnuráðgjafar SSNV verða með vinnustofur/viðtalstíma á neðangreindum stöðum, þar sem boðið verður upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi. Við hvetjum umsækjendur og aðra þá sem áhuga hafa eindregið til að nýta sér þessa þjónustu.
Lesa meira
28.10.2016
Auglýst eftir umsóknum - Tveir sjóðir í boði
Nú er að hefjast umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2017. Einnig er að hefjast umsóknar- og úthlutunarferli í nýjan sjóð, Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra, fyrir árið 2017. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember næstkomandi.
Lesa meira
26.10.2016
Það er mikið um að vera í ferðaþjónustunni og allir aðilar hér á svæðinu, sem henni tengjast, í sóknarhug. Nú ætlum við að spá í spilin saman og horfa fram á veginn. Ferðamáladagur Norðurlands vestra verður haldinn 9. nóvember n.k. kl. 11 - 17 í Félagsheimilinu Húnaveri.
Áhugaverðar kynningar og upptaktur að samstarfsverkefnum
Lesa meira
26.10.2016
Fundargerð úthlutunarnefndar 27.09.2016
Lesa meira
26.10.2016
Fundargerð úthlutunarnefndar 23.05.2016
Lesa meira
25.10.2016
Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals á skrifstofu SSNV á Höfðabraut 6 á Hvammstanga, þann 28. október.
Lesa meira
23.10.2016
Davíð Jóhannsson ráðgjafi á sviði ferðamála verður til viðtals þriðjudaginn 25. október milli kl 13:00 og 15:00 á skrifstofu SSNV á Hvammstanga, miðvikudaginn 26. október milli kl. 13:00 og 15:00 á skrifstofu Blönduósbæjar og fimmtudaginn 27. október milli kl. 14:00 og 16:00 á skrifstofu SSNV á Skagaströnd.
Lesa meira
20.10.2016
Föstudaginn 21. október verður 24. ársþing SSNV haldið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki.
Lesa meira
19.10.2016
Opið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð. Vegna breytinga á verklagi sjóðsins var ákveðið að sameina umsóknarfresti ársins 2016 og hafa aðeins einn frest í stað tveggja. Var opnað fyrir umsóknir á vormánuðum og er umsóknarfrestur nú til þriðjudagsins 15. nóvember 2016, kl. 17:00.
Lesa meira