Ársþing SSNV

24. ársþing SSNV verður haldið á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki föstudaginn 21. október n.k. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, verða gestir þingsins.

Dagskrá þingsins er eftirfarandi:

 

08:45   Þingsetning:  

Adolf H. Berndsen, formaður stjórnar SSNV     

Kosning þingforseta, varaforseta, tveggja ritara og tveggja vararitara (Þ4).

Kynning á nefndum þingsins: 

Kjörnefnd (S4.3/Þ6), Allsherjarnefnd (Þ7), Fjárhagsnefnd  (Þ7) og Stjórnskipulagsnefnd (Þ7). 

Skýrsla stjórnar SSNV fyrir árið 2015: 

Adolf H. Berndsen, formaður stjórnar SSNV  

Ársreikningar 2015 (S5.2)  Fjárhagsáætlun 2017 (S5.2): 

Björn Líndal Traustason, framkvæmdastjóri    

Umræður um skýrslur og reikninga.

 

09:45   Morgunkaffi 

10:00   Tillögur lagðar fram – Nefndastörf       

12:00   Hádegisverður 

13:00   Ávörp gesta        

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. 

Fyrirspurnir og umræður 

14:00   Atvinnuþróun og byggðamál      

Framsögumenn:

Hjalti Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri: „Stóriðja á Austurlandi og lýðfræðileg þróun á rekstrartíma.“ 

Berglind Hallgrímsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands: Kynning á Nýsköpunarmiðstöð 

Fyrirspurnir og umræður 

15:15   Kaffi 

15:45   Afgreiðsla nefndarálita, ársreikninga og fjárhagsáætlunar   

17:15   Kosningar (S2.5, S4.2, Þ6) 

v  kosning formanns stjórnar SSNV

v  kosning fjögurra manna í aðalstjórn

v  kosning fimm manna í varastjórn

v  kosning endurskoðanda

v  kosning í fastanefndir

a. Endurskoðunarnefnd

b. Úthlutunarnefnd og fagráð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 

17:45   Þinglok 

18:00   Óvissuferð          

20:00  Hátíðarkvöldverður á Hótel Mælifelli 

Áskilinn er réttur til breytinga á dagskrá (Þ3)