Ársþingi SSNV frestað

28. ársþingi SSNV sem halda átti dagana 17. og 18. apríl hefur verið frestað.
Lesa meira

Leiðbeiningar um fjarfundi

Í ljósi aukins áhuga á fjarfundum undanfarið hefur Umhverfisstofnun útbúið 12 góð ráð fyrir fjarfundi að sænskri fyrirmynd. SSNV býður sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum upp á aðstoð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjarfundum. Hægt er að hafa samband við Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur á netfangið sveinbjorg@ssnv.is til að bóka tíma fyrir aðstoð.
Lesa meira

Styrkhafi gefur góð ráð

Á dögunum veitti stjórn SSNV Ingva Hrannari Ómarssyni styrk vegna náms hans í Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Ingvi Hrannar hefur mikla reynslu af stafrænum lausnum í skólastarfi og miðlar henni í áhugaverðri grein sem birtist nýverið á vef Kennarasambandsins í tengslum vði breytingar á skólastarfi vegna Covid-19.
Lesa meira

Ráðgjöf í gegnum fjarfundarforritið Zoom

SSNV býður upp á aðstoð eða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforritið Zoom. Forritið er frítt og auðvelt í uppsetningu.
Lesa meira

Ferðaþjónustan og COVID-19

Upplýsandi fundur fyrir greinina - hlekkur á upptöku fylgir frétt.
Lesa meira

Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til ráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi á Hótel KEA á Akureyri. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.
Lesa meira

Áhersla á auknar fjárfestingar í landshlutanum hjá nýráðnum starfsmanni SSNV

Magnús Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf verkefnastjóra hjá SSNV. Hlutverk nýs verkefnisstjóra verður að vinna að því að laða fjárfestingar inn í landshlutann með það fyrir augum að fjölga atvinnutækfærum og auka fjölbreytni þeirra. Starfið er sérstakt áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshlutans og er liður í samningi milli SSNV og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem undirritaður var í september 2019.
Lesa meira

Línulegt samtal

Aukafundir 4. mars á Akureyri og í Varmahlíð
Lesa meira

Viðamikill gagnagrunnur um menningarmál á Norðurlandi

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum (Eyþing) halda utan um viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og skráning og viðhald upplýsinga í höndum starfsmanna SSNV og Eyþings.
Lesa meira

Vefráðstefnan "Er vinnustaður bara hugarástand?"

SSNV stóð fyrir vefráðstefnuninni „Er vinnustaður bara hugarástand?“ fimmtudaginn 27. febrúar. Ráðstefnan var hluti af norðurslóðaverkefninu Digi2Market þar sem lagt er upp með að efla dreifðari byggðir með því að nýta stafrænar lausnir almennt.
Lesa meira