Digi2Market - Verkefnafundur

Samstafsaðilar SSNV í Norðurslóðaverkefninu Digi2Market funda dagana 8.-10. október í Enniskillen á Norður-Írlandi. Efni fundarins er staða verkefna samstarfsaðilanna en hver aðili ber ábyrgð á ákveðnum hluta verkefnisins. Sveinbjörg Pétursdóttir atvinnuráðgjafi og Einar Ben stjórnarformaður Tjarnargötunnar sitja fundinn fyrir hönd SSNV.
Lesa meira

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024 eru nú til umsagnar

Vertu með í samráðsferlinu !
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020

Umsóknarfrestur er til hádegis þann 29. október næstkomandi.
Lesa meira

Digi2Market

Verkefninu Digi2Market var formlega hleypt af stokkunum miðvikudaginn 25. september 2019 í Menningarhúsinu Miðgarði með ráðstefnunni "aukin markaðshlutdeild með stafrænum leiðum". Ráðstefnuninni var jafnframt streymt á facebook síðu samtakanna og er aðgengileg þar sem og hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Hefurðu áhuga á að virkja lækinn þinn?

Úthlutun úr smávirkjanasjóði Norðurlands vestra - Skref 2
Lesa meira

Viðauki við þjónustusamning um mat á uppbyggingu nýrrar iðnaðarstarfsemi í Austur Húnavatnssýslu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) undirrituðu í dag viðauka við þjónustusamning um mat á uppbyggingu nýrrar iðnaðarstarfsemi í Austur Húnavatnssýslu. Með viðaukanum veitir ráðuneytið SSNV 21 m.kr. í tímabundinn styrk til greiningar á iðnaðarkostum sem gætu hentað Norðurlandi vestra, gerð kynningarefnis og beinnar kynningar fyrir fjárfestum. Markmið þessa samnings er að fjölga fyrirtækjum og störfum á Norðurlandi vestra.
Lesa meira

Fólkið á Norðurlandi vestra - nýr þáttur í loftinu

Birta Þórhallsdóttir býr í menningarsetrinu Holti á Hvammstanga.
Lesa meira

Ljós til láns

SSNV býður þeim sem eru með vefverslanir á starfssvæði samtakanna Neewer ljós til láns. Ljósið hentar vel þegar teknar eru vörumyndir á vefsíður.
Lesa meira

Aukin markaðshlutdeild með stafrænum lausnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) opna verkefnið Digi2Market formlega með ráðstefnu um stafrænar lausnir. Markmiðið með ráðstefnunni er að kynna verkefnið og möguleika sýndarveruleika þegar kemur að markaðssetningu. Ráðstefnan verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði miðvikudaginn 25. september kl. 13:00. Allir eru velkomir.
Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð ársins 2018

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2018. Þar kemur m.a. fram að á árinu var unnið að samtals 73 áhersluverkefnum í landshlutunum átta og að 588 verkefni hlutu styrki úr uppbyggingarsjóðum að fjárhæð tæpum 497 milljónum króna.
Lesa meira