Nýsköpunarhádegi á Norðurlandi

Á dögunum voru kynntir viðburðir sem haldnir verða í Nýsköpunarvikunni dagana  26. maí til 2. júní. SSNV tekur þátt í Nýsköpunarvikunni og er ætlunin að varpa ljósi á það kröftuga nýsköpunarstarf sem á sér stað í hinum ýmum atvinnugreinum í landshlutanum. 

Nýsköpunarhádegi á Norðurlandi eru 30 mínútna streymisviðburðir þar sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra fá til sín gesti úr mismunandi atvinnugreinum til að varpa ljósi á það frjóa og spennandi nýsköpunarstarf sem á sér stað á Norðurlandi. Fjallað verður um nýsköpun í ferðaþjónustu, menntamálum, matvælaframleiðslu, hönnun og listum, menningarmálum og fleira.

Viðburðirnir eru haldnir kl. 11:45-12:15 alla virka daga á meðan að á Nýsköpunarvikunni stendur. Fylgist með á facebook síðu samtakanna til að fá nánari upplýsingar um viðburðina.

Nánari upplýsingar um Nýsköpunarvikuna má finna með því að smella hér.