Atvinnuþróun og byggðamál í forgrunni

23. ársþing SSNV var haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi 16. október sl. Á þinginu voru samþykktar fjölmargar ályktanir er varða daglegt líf íbúanna á Norðurlandi vestra, s.s. um atvinnumál, samgöngumál, félagsþjónustu og heilbrigðismál, menntamál o.fl. Þá voru samþykktar breytingar á lögum og þingsköpum samtakanna. Einnig var samþykkt að leggja allt að 25 millj. kr. í markaðs- og kynningarmál fyrir landshlutann. Á þinginu var tilkynnt um ráðningu Björns Líndals Traustasonar í stöðu framkvæmdastjóra SSNV en hann tekur til starfa 15. nóv. nk.
Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum - styrkir á sviði lista og menningar

Samkvæmt ákvörðun Alþingis úthluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti styrkjum af safnliðum ráðuneytanna. Styrkir eru veittir til félaga, samtaka, fyrirtækja eða einstaklinga eftir því sem við á hjá hverju ráðuneyti. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 10. nóvember 2015.
Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri SSNV

Stjórn SSNV hefur ráðið Björn Líndal Traustason sem framkvæmdastjóra SSNV og tekur hann til starfa 15. nóvember nk.
Lesa meira

NPA - umsóknarfrestur til 30.nóvember

Norðurslóðaáætlunin (NPA) styrkir samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðildarlanda, löndin innan NPA eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noregur Svíþjóð, Finnland, Írland, Norður-Írland og Skotland.
Lesa meira

Ársþing SSNV Blönduósi 16.október

23. ársþing SSNV verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi 16. október nk. Þingið sækja 30 fulltrúar sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, stjórn SSNV, stjórnendur sveitarfélaganna og gestir.
Lesa meira

Vegvísir í ferðaþjónustu - ný stefna í ferðamálum

Þann 6.október sl. kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýja ferðamálastefnu.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir um styrki

Umsóknarfrestur vegna vegna úthlutunar um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2016 er til kl. 15:00 16. október 2015. Sjá nánar á heimasíðu Ferðamálastofu.
Lesa meira

Talið niður í Átak til atvinnusköpunar

Opnað verður fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar laugardaginn 5. september og verður umsóknafrestur til kl. 12 á hádegi mánudaginn 28. september.
Lesa meira

SSNV auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýsa eftir framkvæmdastjóra. SSNV er þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og sér um mikilvæga sameiginlega málaflokka og hagsmunamál sveitarfélaga á starfssvæðinu. Verkefni SSNV eru fjölbreytt og snúa að hagsmunum svæðisins, atvinnuþróun og rekstri sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna sem að því standa. Höfuðstöðvar SSNV eru á Hvammstanga.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra

Sextíu og fimm milljónir í styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar
Lesa meira