Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 25. fundar stjórnar SSNV 9. janúar 2018.
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðsla.
1. Fundargerð 24. stjórnarfundar SSNV dags. 28. nóvember 2017.
Fundargerðin samþykkt.
2. Viðaukasamningur v/ iðnaðaruppbyggingar í A-Hún
Samningurinn hafði verði samþykktur af stjórn í tölvupósti og var framkvæmdastjóra falið að undirrita viðaukasamninginn fyrir hönd SSNV. Stjórn staðfestir þá ráðstöfun.
3. Drög að samningi við Byggðastofnun um atvinnu- og byggðaþróun
Stjórn samþykkir að ganga til samninga við Byggðastofnun á forsendum fyrirliggjandi samningsdraga. Framkvæmdastjóra er falið að undirrita samninginn fyrir hönd SSNV.
4. Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar
Guðmundur Haukur Jakobsson hefur óskað lausnar frá störfum í fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Tillaga er gerð um að Gunnar Tryggvi Halldórsson taki sæti í fagráðinu. Stjórn hafði áður samþykkt þessa skipan mála með tölvupósti og staðfestir þá ráðstöfun hér með.
5. Áhersluverkefni 2018 – 2019 og verkefni vegna viðaukasamnings við SNR
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um hugsanleg áhersluverkefni áranna 2018 – 2019 og verkefni vegna viðaukasamnings við SNR. Stjórn samþykkir að hugað verði að verkefnum áranna 2018 – 2019 í samhengi og staðfestir að til verkefna tengdum ferðaþjónustu verði varið 10.000.000 kr. á árinu 2018 og 8.000.000 kr. á árinu 2019. Til verkefna tengdum innviðum, iðnaði og orkumálum verði varið 12.000.000 kr. á árinu 2018 og 8.000.000 kr. á árinu 2019. Til verkefna tengdum umhverfismálum verði varið 10.126.766 kr. á árinu 2018 og 4.000.000 á árinu 2019. Framkvæmdastjóra falið að útfæra verkefnin á grundvelli ofangreindra ramma.
6. Málþing um fjárfestingar og fjármögnun á landsbyggðinni
Fyrirhugað er að SSNV standi fyrir málþingi um fjárfestingar og fjármögnun í atvinnulífinu á landsbyggðinni þriðjudaginn 16. janúar 2018. Málþingið verður í Ljósheimum í Skagafirði hefst það kl. 13:00. Framkvæmdastjóri kynnti drög að dagskrá.
7. Uppbyggingarsjóður
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað með upplýsingum um umsóknarferlið vegna úthlutunar ársins 2018.
8. Almenningssamgöngur og NVB
Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar minnisblað með hagræðingartillögum vegna rekstrar leiðar 57. Tap verður á leiðinni á árinu 2017. Landshlutasamtök munu flest ef ekki öll segja upp samningum við Vegagerðina um almenningssamgöngur á næstunni. Framkvæmdastjóra veit umboð til segja upp samningi um almenningssamgöngur við Vegagerðina fari svo að önnur samtök segi samningunum upp.
9. Lögreglusamþykkt
Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar um undirtektir sveitarfélaga við drögum að nýrri sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin í landshlutanum. Öll sveitarfélög sem hafa afgreitt erindi SSNV vegna málsins eru því fylgjandi. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
10. Mál í lögfræðiinnheimtu vegna vanskila við Uppbyggingarsjóð
Framkvæmdastjóri upplýsti um tvö mál sem eru í lögfræðiinnheimtu vegna vanskila við Uppbyggingarsjóð.
11. Erindi frá UMFÍ
SSNV hefur borist erindi frá UMFÍ vegna tveggja landsmóta, Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ sem verða haldin á sama tíma og sama stað, á Sauðárkróki. Óskar UMFÍ eftir styrk frá SSNV að fjárhæð 2.000.000 kr. vegna kynningarmála landsmótanna. Stjórn hafnar erindinu en beinir því til UMFÍ að leita beint til aðildarsveitarfélaganna.
12. Stefnumótum / áherslur næstu missera
Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Alta ráðgjöf um verkefnið á grundvelli umræðna á fundinum.
13. Fundargerðir
Lagðar fram til kynningar
Eyþing aðalfundur 2017 fundargerð og skýrsla stjórnar
Eyþing fundur stjórnar dags. 13. desember 2017.
SSA fundur stjórnar dags. 13. nóvember 2017.
SASS fundur stjórnar dags. 10. nóvember 2017.
SSH fundur stjórnar dags. 2. október 2017
SSH fundur stjórnar dags. 30. október 2017.
SSH fundur stjórnar dags. 13. nóvember 2017.
SSH fundur stjórnar dags. 4. desember 2017.
Aðalfundur SSH dags. 3. nóvember 2017.
SSV fundur stjórnar dags. 6. desember 2017.
FV fundur stjórnar dags. 17. nóvember 2017.
SSS fundur stjórnar dags. 8. nóvember 2017.
SSS fundur stjórnar dags. 16. nóvember 2017.
SSS fundur stjórnar dags. 23. nóvember 2017.
SSS fundur stjórnar dags 13. desember 2017.
Samband ísl. sveitarfélaga dags. 27. október 2017.
Samband ísl. sveitarfélaga dags. 24. nóvember 2017.
Samband ísl. sveitarfélaga dags. 15. desember 2017.
Stýrihópur stjórnarráðsins dags. 23. október 2017.
Stýrihópur stjórnarráðsins dags. 27. nóvember 2017.
14. Skýrsla framkvæmdastjóra
Flutt munnlega á fundinum
15. Önnur mál
Engin önnur mál voru á dagskrá
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:40
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)