Hér er hægt að nálgast fundargerðina sem pdf
Þriðjudaginn 8. nóvember kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
1. Fundargerð 10. stjórnarfundar SSNV dags. 20. október 2016.
Fundargerðin samþykkt.
2. Tillaga sem 24. ársþing SSNV vísaði til stjórnar.
Svohljóðandi tillaga var samþykkt á 24. ársþingi SSNV. „24. ársþing SSNV, haldið á Sauðárkróki 21. október 2016, beinir því til stjórnar SSNV að fundargögn verði aðgengileg kjörnum fulltrúum og framkvæmdastjórum sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna.“
Tillagan samþykkt og verða fundargögn framvegis send ofangreindum aðilum.
3. Breytingar á starfsreglum.
Orðalagi starfsreglna Endurskoðunarnefndar, Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs, Fagráðs atvinnuþróunar- og nýsköpunar, Fagráðs menningar og kjörnefndar breytt til samræmis við breyttar samþykktir SSNV.
4. Varaformaður SSNV.
Stjórn kýs Unni Valborgu Hilmarsdóttur varaformann SSNV.
5. Ráðstefna haust 2016.
Stjórn samþykkir að ráðstefna sú sem samþykkt var á síðasta stjórnarfundi að efna til um ýmis hagsmunamál sveitarfélaganna verði í janúar 2017 og felur formanni og framkvæmdastjóra að leggja fram tillögu að dagskrá og staðsetningu.
6. Gjaldskrá almenningssamgangna.
Lagt fram minnisblað frá Strætó en í því eru kynntar þrjár leiðir sem allar fela í sér einföldun á gjaldskrá. Stjórn SSNV samþykkir að leið 2 verði fyrir valinu en sér fyrir sér að mögulegt sé gefa út afsláttarkort í samræmi við leið 3 þar sem það á við.
Framkvæmdastjóra falið að kynna öðrum landshlutasamtökum þessa niðurstöðu.
7. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar
Fundargerð stjórnar SSA nr. 11 dags. 01. nóv. 2016
Fundargerð stjórnar SASS nr. 513 dags. 19. okt. 2016
Fundargerð stjórnar SSH nr. 435 dags 10. okt. 2016
Fundargerð stjórnar SSH nr. 434 dags 24. okt. 2016
Fundargerð stjórnar SSV nr. 126 dags. 04. okt. 2016
8. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
9. Önnur mál.
a) Almenningssamgöngur.
Verktaki á leið 84 hefur sagt samningi upp, fyrir liggur að finna nýjan verktaka.
Framkvæmdastjóra falið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum.
b) Hafurstaðaverkefni.
Vinna er í gangi varðandi fjármögnun undirbúningsvinnu í samstarfi við Eflu verkfræðistofu.
Stjórnarmenn munu hitta starfsmenn Eflu á næstu dögum og fara yfir næstu skref.
c) Umfjöllun um Skagastrandarveg.
Umræða varð um ástand Skagastrandarvegar og nauðsyn þess að vegurinn verði endurbættur.
Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga hjá Vegagerðinni um kostnað og tímaáætlun um endurgerð vegarins.
d) Rætt um tækifæri Norðurlands vestra vegna kvikmyndagerðar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:30.
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)