Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 23. fundar stjórnar SSNV 07. nóvember 2017.
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðsla.
1. Erindi frá Norðurá bs.
Til fundarins er mættur Magnús B. Jónsson fulltrúi Norðurár bs. Magnús lagði fram Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 – 2026 og ársreikning Norðurár bs. Rætt um framtíðarskipulag úrgangsmála. Samþykkt að leita samstarfs við Eyþing vegna ráðgjafar um framtíðarskipan þessara mála. Mikilvægt er að leita einnig samstarfs við sláturleyfishafa og að hugað verði að aukinni nýtingu sláturúrgangs til framleiðslu á Bíódísel.
2. Fundargerð 22. stjórnarfundar SSNV dags. 19. október 2017.
Fundargerðin samþykkt.
3. Áhersluverkefni 2018
Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað um möguleg verkefni. Ýmsar hugmyndir ræddar og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að þeim.
4. Ráðstefna í janúar 2018
Framkvæmdastjóri lagði fram hugmynd að ráðstefnu í janúar. Umfjöllunarefni hennar yrðu fjárfestingar og fjármögnun verkefna á Norðurlandi vestra. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að hugmyndinni.
5. Samningur við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Lagður fram samningur milli SSNV og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um viðauka við samning um Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Stjórn hafði samþykkt drög að samningi í tölvupósti og staðfestir samninginn hér með.
6. Flugsamgöngur innanlands
Erindi hefur borist frá vinnuhópi á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um rekstur flugsamgöngukerfis innanlands. Vinnuhópurinn óskar eftir viðbrögðum samtakanna við tillögunum og hugsanlegum útfærslum þeirra auk þess sem óskað er eftir ályktunum einstakra sveitarfélaga, skýrslum og öðrum gögnum eða greiningum sem snúa að flugi og mikilvægi þess fyrir byggðalögin. Framkvæmdastjóri hefur sent erindið á aðildarsveitarfélögin og hafa þau frest til 24. nóvember til að koma sjónarmiðum sínum inn í umsögn SSNV. Framkvæmdastjóra falið að send umsögn í samræmi við umræður á fundinum og að minna á að innanlandsflug er að hefjast til Sauðárkróks, en Alexandersflugvallar er ekki getið í tillögum vinnuhópsins.
7. Stefnumótun / Áherslur næstu missera
Framkvæmdastjóra falið að skoða aðkomu utanaðkomandi ráðgjafa og tímasetningu stefnumótunarfundar.
8. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar:
Eyþing fundur stjórnar dags. 25. október 2017
SSA fundur stjórnar dags. 16. október 2017
SASS fundur stjórnar dags. 4. október. 2017
SASS fundur stjórnar dags. 18. október 2017
SSH fundur stjórnar dags. 4. september 2017
SSV fundur stjórnar dags. 10. október 2017
FV fundur stjórnar dags. 28. september 2017
FV fundur stjórnar dags. 19. október 2017
Samband ísl. sveitarfélaga / landshlutasamtök dags 6. október 2017
Uppbyggingarsjóðs dags. 19. september 2017
9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál
Engin önnur mál komu fram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 12:00
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)