Hér er hægt að nálgast fundargerðina sem pdf
Þriðjudaginn 6. desember kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Elín Jóna Rósinberg, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
1. Fundargerð 11. stjórnarfundar SSNV dags. 8. nóvember 2016.
Fundargerðin samþykkt.
2. Samningur um akstur leiðarinnar Skagaströnd – Blönduós – Skagaströnd.
Lagður fram samningur við Magnús Guðmannsson um akstur leiðarinnar.
Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd SSNV.
3. Drög að samningi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Fyrir liggja drög að samningi og viðaukum, við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna iðnaðaruppbyggingar við Hafurstaði.
Stjórn leggur áherslu á að núverandi samningsdrög og viðaukar verði samþykkt af ráðuneytinu. Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd SSNV.
4. Launakjör stjórnar.
Á 24. ársþingi SSNV var samþykkt launatafla stjórnar og nefnda. Launataflan var tengd þingfararkaupi. Í kjölfar úrskurðar kjararáðs dags. 29. október er lagt til að umræddar hækkanir taki ekki gildi hvað stjórn og nefndir áhrærir og lagt til að beðið verði niðurstöðu Alþingis um málið.
Stjórn samþykkir að launatafla sem samþykkt var á 24.ársþingi gildi án hækkana vegna úrskurðar kjararáðs dags 29. okt. 2016 og að beðið verði niðurstöðu Alþingis um málið.
5. Kerfisáætlun Landsnets.
Lögð fram til kynningar.
6. Ráðstefna janúar 2017.
Á 10. fundi stjórnar var samþykkt að SSNV gangist fyrir ráðstefnu um ýmis mál er varða sveitarfélögin í landshlutanum. Um er að ræða mál eins og svæðisskipulag, Sviðsmyndagreiningu um búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030, Samgönguáætlun fyrir landshlutann og möguleika á orkuöflun í landshlutanum. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarmönnum og örðum sem áhuga hafa á sveitarstjórnarmálum.
Samþykkt að ráðstefnan verði þann 13. janúar á Hótel Laugarbakka. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá endanlegri dagskrá og að kynna ráðstefnuna fyrir sveitarstjórnarmönnum.
7. Skagastrandarvegur
Á 11. fundi stjórnar var framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga frá Vegagerðinni varðandi Skagastrandarveg.
Í svari vegagerðarinnar kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir að framkvæmd við nýjan veg verði boðin út í byrjun árs 2019 og að heildarkostnaður við nýjan veg sé áætlaður um 1350 milljónir.
Gögn lögð fram til kynningar.
Stjórn SSNV leggur áherslu á að verkinu verði flýtt og að framkvæmdir hefjist eigi síðar en á árinu 2018.
8. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar
Fundargerð stjórnar Eyþings nr. 287 dags. 26. október.
Fundargerð stjórnar Eyþings nr. 288. dags. 23. nóvember.
Fundargerð stjórnar SSH nr. 436 dags 07. nóvember.
Fundargerð stjórnar SSS nr. 708 dags. 12. október.
Fundargerð stjórnar SSS nr. 709 dags. 9. nóvember.
Fundargerð stjórnar SASS nr. 514 dags. 25. nóvember.
Aðalfundargerð SASS 2016.
Þinggerð FV 2016.
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags 28.október.
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags 25. nóvember.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál.
a) Málefni Róta bs.
Lagt fram bréf frá Kristjáni Jónassyni endurskoðanda vegna uppgjörs Róta bs.
Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga.
b) Tilnefning SSNV til stjórnar FNV
Formanni stjórnar barst erindi frá menntamálaráðherra þann 30. nóvember þar sem óskað var eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í stjórn FNV
Stjórn samþykkir að tilnefna sem aðalmenn Ástu B. Pálmadóttur og Adolf H. Berndsen, og sem varamenn þau Stefán Vagn Stefánsson og Jóhönnu Guðrúnu Jónasdóttur.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:00
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Elín Jóna Rósinberg (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)