Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 28. fundar stjórnar SSNV 06. apríl 2018.
Föstudaginn 6. apríl 2018 kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd og hófst fundurinn kl. 9:30.
Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðsla.
1. Fundargerð 27. stjórnarfundar SSNV dags. 06. mars 2018.
Fundargerðin samþykkt.
2. Ársreikningur SSNV 2017
Stjórn og framkvæmdastjóri undirrituðu ársreikninginn.
3. Tillögur á 26. ársþingi SSNV
Stjórn samþykkir að leggja fram þrjár tillögur á 26. ársþingi SSNV. Tillögu um þóknun til stjórnar og nefnda, tillögu um greiðslur til úthlutunarnefndar og fagráða og tillögu um boðun aukaársþings SSNV.
4. Áhersluverkefni 2018 -2019
Stjórn samþykkir tillögur framkvæmdastjóra um áhersluverkefni 2018 - 2019.
5. Skýrsla um mögulegar smávirkjanir á Norðurlandi vestra
Skýrslan lögð fram til kynningar.
6. Skýrsla RHA um heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra
Skýrslan lögð fram til kynningar.
7. Skýrsla Byggðastofnunar um þróun mannfjölda til ársins 2066
Skýrslan lögð fram til kynningar.
8. Fundargerðir
Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
Stjórn Eyþings dags. 2. mars. 2018.
Stjórn Eyþings dags. 21. mars 2018.
Stjórn SASS dags. 2. febrúar 2018.
Stjórn SASS dags. 2. mars 2018.
Stjórn SSS dags. 7. mars 2018.
Stjórn SSH dags. 5. mars 2018.
Stjórn SSV dags 7. mars 2018.
Stjórn Samband ísl. sveitarfélaga dags. 23. mars 2018.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra
Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál
11. Starfsmenn SSNV mæta til fundar.
Stjórn og starfsmenn ræddu starfsemi samtakanna
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 12:00
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Gunnsteinn Björnsson (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)