Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 36. fundar stjórnar SSNV 4. september 2018.
Þriðjudaginn 4. september 2018 kom stjórn SSNV til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Elín Jóna Rósinberg, Valgarður Hilmarsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðsla:
1. Fundargerð 35. fundar stjórnar SSNV dags. 21. ágúst 2018
Fundargerðin samþykkt.
2. Staðfesting á breytingu á kjörnefnd aukaársþings
Stjórn staðfestir breytingu á kjörnefnd sem samþykkt var með tölvupósti þann 22. ágúst 2018. Í kjörnefnd tekur sæti Álfhildur Leifsdóttir í stað Laufeyjar Kristínar Skúladóttur.
3. Undirbúningur haustþings þann 19. október 2018
Framkvæmdastjóri fer yfir undirbúning haustþings sem haldið verður 19. október 2018. Stjórn samþykkir að þingið verði haldið í Félagsheimilinu á Blöndósi. Jafnframt samþykkt að eftir hefðbundin þingstörf verði haldnar kynningar á samstarfsverkefnum og ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum landshlutans, hugsaðar fyrir nýja sveitarstjórnarmenn. Að þingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar.
4. Skýrsla um heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra
Lögð fram skýrsla um heilbrigðisþjónstu á Norðurlandi vestra sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri.
Rætt um möguleg verkefni í tengslum við úthlutun styrkja til sértækra verkefna sóknaráætlunarsvæða. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
5. Fundargerðir
Lagðar fram til kynningar:
6. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri fór yfir störf sín frá síðasta fundi. Flutt munnlega á fundinum.
7. Önnur mál
Styrkir vegna frumathugana og rennslismælinga í tenglsum við áhersluverkefni 2018 um smávirkjanir á Norðurlandi vestra.
Stjórn samþykkir að auglýstir verði styrkir til frumathugana á hagkvæmni virkjana og/eða rennslismælinga á þeim stöðum þar sem frumathuganir hafi farið fram. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:25
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Elín Jóna Rósinberg (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)