Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 37. fundar stjórnar SSNV 2. október 2018.
Þriðjudaginn 2. október 2018 kom stjórn SSNV til fundar á Skagaströnd og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Elín Jóna Rósinberg, Valgarður Hilmarsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Afgreiðslur:
1. Fundargerð 36. fundar stjórnar SSNV, dags. 4. september 2018.
Fundargerðin samþykkt.
2. Staðfesting á breytingu á kjörnefnd.
Stjórn staðfestir breytingu á kjörnefnd sem samþykkt var með tölvupósti 20. september 2018. Í kjörnefnd tekur sæti sem formaður Sigríður Regína Valdimarsdóttir í stað Sigríðar Svavarsdóttur.
3. Undirbúningur haustþings þann 19. október 2018.
Farið yfir skipulag og framkvæmd haustþings SSNV 2018 sem haldið verður í Félagsheimilinu á Blönduósi 19. október 2018. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum verður dagskrá fyrir sveitarstjórnarmenn um helstu sameiginlegu mál sveitarfélaganna á starfssvæðinu.
Stjórn samþykkir drög að fjárhags- og starfsáætlun fyrir árið 2019.
4. Uppbyggingarsjóður.
Stjórn samþykkir verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs og matsblað fyrir árið 2019.
5. Skipting framlaga á Sóknaráætlunarsvæði 2019.
Lagt fram til kynningar. Skiptingin er sú sama og verið hefur undanfarin ár.
6. Samantekt vegna frumvarps til fjárlaga.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir nokkra liði frumvarps til fjárlaga sem varða Norðurland vestra.
7. Íbúafjöldi í sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra 1. september 2018.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir íbúafjölda á Norðurlandi vestra 1. september 2018 samanborið við 1. desember 2017.
8. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. Stýrihópur um byggðamál, dags. 27. ágúst 2018.
b. Stjórn SASS, dags. 18. september 2018.
c. Stjórn Eyþings, dags 12. september 2018.
d. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2018.
e. Stjórn SSV, dags. 29. ágúst 2018.
f. Stjórn SSH, dags. 3. september 2018.
Fundargerðir til staðfestingar:
g. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, dags. 27. september 2018.
Fundagerðin samþykkt.
9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
10. Önnur mál
Engin önnur mál komu fram.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:35
Adolf H. Berndsen (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Elín Jóna Rósinberg (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)