Ár 2015,Miðvikudaginn19ágúst kom stjórn SSNV saman til fundar á skrifstofu SSNV á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 10:00. Mætt til fundar, Adolf H. Berndsen, Unnur V. Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri SSNV sem einnig ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Undirbúningur ársþings 2015
Ársþing SSNV verður haldið föstudaginn 16. október á Blönduósi. Starfsmönnum SSNV
er falið að hefja undirbúning þingsins og gerð ársskýrslu fyrir árið 2014. Farið verður
yfir dagskrá og áherslur þingsins á næsta stjórnarfundi.
2. Rekstrarstaða málaflokka
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur SSNV fyrstu 6 mánuði ársins og kynnti fyrir stjórn.
3. Samþykktir SSNV
Á síðasta ársþingi var ákveðið að endurskoða samþykktir SSNV og til verksins skipaður
starfshópur. Starfshópurinn hefur haldið einn fund á árinu. Stjórn ítrekar mikilvægi þess
að tillaga að breytingum á samþykktum félagsins liggi fyrir eigi síðar en 15.september
nk.
4. Ný heimasíða SSNV
Unnið er við gerð nýrrar heimasíðu fyrir SSNV og er sú vinna nokkuð vel á veg kominn.
Stefnt er að því að heimasíðan verði opnuð með formlegum hætti á ársþingi SSNV.
5. Erindi frá framkvæmdastjóra
Fyrir stjórn liggur erindi frá framkvæmdastjóra þar sem hann óskar þess að fá að láta
af störfum og starfslok verði um mánaðarmótin ágúst/september. Ástæða beiðninnar er
sú að framkvæmdastjóra hefur boðist starf á nýjum vettvangi. Í erindinu kemur fram að
framkvæmdastjóri hefur verið mjög ánæður með samstarf sitt við stjórn og starfsfólk
SSNV.
Stjórn SSNV samþykkir fyrirliggjandi beiðni framkvæmdastjóra.
6. Önnur mál
Önnur mál ekki rædd.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:30.
Adolf H. Berndsen (sign.)
Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Bergur Elías Ágústsson (sign.)