Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 29. fundar stjórnar SSNV 18. apríl 2018.
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 kom stjórn SSNV til símafundar og hófst fundurinn kl. 13:30.
Mætt voru: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Valgarður Hilmarsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðsla.
1. Uppsögn framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri hefur sagt upp störfum hjá samtökunum. Hann hefur óskað eftir að 30. júní verði síðasti starfsdagur.
Formanni falið að ganga frá starfslokum framkvæmdastjóra og að leita til STRÁ Starfsráðninga ehf. vegna ráðningar nýs framkvæmdastjóra.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 13:40
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Adolf H. Berndsen (sign.)
Gunnsteinn Björnsson (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)