Ár 2015. Fimmtudaginn 15. október kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 19:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarki Tryggvason varamaður Stefáns Vagns í stjórn, Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnar SSNV, 30. sept. 2015
2. Ársþing SSNV 16. okt.
3. Almenningssamgöngur
4. Staða framkvæmdastjóra SSNV
5. Dagur atvinnulífsins 2015
6. Sóknaráætlun Norðurlands vestra
7. Aðsendar fundargerðir
8. Önnur mál
Afgreiðsla mála:
1. Fundargerð stjórnar SSNV frá 30. sept. staðfest.
2. Farið yfir undirbúning og framkvæmd ársþings SSNV 16. okt. nk.
3. Fyrir fundinum lá minnisblað frá Guðjóni Bragasyni, lögfræðingi Sambands ísl. sveitarfélaga , og Pétri Þór Jónassyni, framkvæmdastjóra Eyþings, dags. 15. apríl 2015, um framkvæmd breytinga á gjaldskrá fyrir landsbyggðarstrætó. Einnig fylgdu með drög að samkomulagi landshlutasamtakanna frá sama tíma um „fyrirkomulag við samþykkt og breytingar á samræmdri gjaldskrá um almenningssamgöngur sem landshlutasamtök annast á grundvelli samninga við Vegagerðina“. Efni væntanlegs samkomulags felur í sér að aukinn meirihluti landshlutasamtaka geti ákveðið gjaldskrá. Þá lá fyrir fundinum minnisblað frá Ingibergi Guðmundssyni, dags. 13. okt. 2015, um ýmis atriði er snerta þennan málaflokk.
Stjórn SSNV samþykkir meðfylgjandi drög að samkomulagi landshlutasamtakanna frá 15. apríl 2015. Þar sem samningar við verktakana; Heiðar ehf, Húnavirki ehf og Hópferðabílar Skagafjarðar, eru útrunnir en töluverð óvissa eru um greiðslur virðisaukaskatts á næsta ári þá samþykkir stjórnin að óska eftir því við fyrrgreinda verktaka að samningar við þá framlengist til næstu áramóta.
4. Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra SSNV rann út 21. sept. sl. Alls bárust 17 umsóknir en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Samþykkt samhljóða að ráða Björn Líndal Traustason sem framkvæmdastjóra SSNV frá og með 15. nóvember nk. Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi undir þessum lið og tók Bjarki Tryggvason, varamaður hans, þátt í afgreiðslu þessa liðar. Tók Stefán Vagn síðan aftur við á fundinum sem aðalmaður.
5. Fyrir fundinum lá minnisblað Ingibergs Guðmundssonar, dags. 16. des. 2014, um framkvæmd Dags atvinnulífsins og Hvatningarverðlaun SSNV atvinnuþróunar.
Samþykkt að fela starfsmönnum SSNV atvinnuþróunar að koma með tillögu um framkvæmdina.
6. Fyrir fundinum lá staðfesting Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál á „Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019“, ásamt áhersluverkefni 2015.
Þar sem „Samningur um sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019“ felur í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir sveitarfélögin á Norðurlandi vestra þá var samþykkt að senda samninginn til sveitarstjórna á Norðurlandi vestra til staðfestingar.
7. a) Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða, 8. okt., ályktanir Fjórðungsþings Vestfjarða 2.-3. okt. og Samþykktir FV 1. jan. 2016. b) Ályktanir aðalfundar SSA 2.-3. okt. sl. c) Ályktanir aðalfundar Eyþings 9.-10. okt. sl.
b) Samþykkt Byggðaráðs Blönduósbæjar, 7. okt. 2015, um að SSNV ráði atvinnufulltrúa á Blönduósi eins fljótt og auðið er.
Ofangreind gögn voru til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 22:00.
Adolf H. Berndsen (sign.)
Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Sólveig Olga Sigurðardóttir (sign.)
Ingibergur Guðmundsson (sign.)