Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi
Miðvikudaginn 15. júní kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd og hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá:
Afgreiðsla
1. Fundargerð stjórnar SSNV dags 10. maí 2016
Fundargerðin samþykkt
2. Ársreikningur SSNV 2015
Ársreikningur 2015 – Kristján Jónasson endurskoðandi SSNV mætti til fundar undir þessum lið og fór hann yfir reikningnn.
3. Erindi frá Sólveigu Olgu Sigurðardóttur
Framkvæmdastjóra falið að svara erindi Sólveigar í samræmi við umræður á fundinum.
4. Ferð starfsmanna SSNV til Skotlands með Byggðastofnun
Skýrsla Sveinbjargar Pétursdóttur lögð fram fram til kynningar
5. Fundargerðir
Lagt fram til kynningar
Fundargerðir Úthlutunarnefndar uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra
Fundargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál nr. 24 dags. 12.04.2016
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 839 dags. 27.05.2016
Fundargerð stjórnar SASS nr. 508 dags. 06. maí 2016
Fundargerð stjórnar SASS nr. 509 dags. 18. maí 2016
Fundargerð stjórnar Eyþings nr. 279 dags 20. apríl. 2016
Fundargerð stjórnar Eyþings nr. 280 dags 11. maí. 2016
Fundargerð stjórnar SSA nr. 8 dags 24. maí 2016
Fundargerð stjórnar SSS nr. 703 dags 18. maí 2016
Fundargerð stjórnar SSH nr. 429 dags 2. maí 2016
Fundargerð aðalfundar SSV dags. 06. apríl 2016
Fundargerð stjórnar FV dags 19. apríl 2016
Fundargerð stjórnar FV dags 02. júní 2016
Fundargerð sumarfundar landshlutasamtaka sveitarfélaga 10.-11. júní 2016
6. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
Fjárlaganefnd Alþingis óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árið 2017-2021, 740. mál á þingskjali 1212
Fjárlaganefnd Alþingis óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árið 2017-2021, 741. mál á þingskjali 1213
Samþykkt að veita eftirfarandi umsögn um mál 740 og 741:
Samtök sveitarfélaga á norðurlandi vestra (SSNV) fagna framlagningu tillagnanna. Löngu er tímabært að áætlanir ríkissjóðs bæði, útgjalda og tekjuhlið, taki til lengri tíma en eins árs í senn, rétt eins og áætlanir sveitarfélaga. Hér er fyrsta skrefið stigið í þeirri viðleitni að áætlanir stjórnvalda þegar kemur að fjármálum verði fyrirsjánalegri og að ríkisstjórnir á hverjum tíma gefi strax í upphafi valdatíðar sinnar tóninn um það hvert þær vilja stefna með fjármál ríkisins sbr. lög nr. 123/2015 um opinber fjármál.
Stjórn SSNV tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. maí 2016 um tillögurnar enda hafa flest málefnasvið bein eða óbein áhrif á sveitarfélögin. Stjórn SSNV vill þó koma eftirfarandi tilmælum á framfæri.
Í samgönguáætlun 2015-2018 sbr. þingskjal 1061 mál nr. 638 er einungis gert ráð fyrir að um 50 milljónum verði varið til stofn- og tengivega á Norðurlandi vestra eða um 0,0028% af þeim tæplega 18 milljörðum sem veita á samkvæmt áætluninni til stofn- og tengivega á landinu. Á slíka skiptingu verður ekki fallist enda hefur álag á vegakerfið á Norðurlandi vestra aukist mjög á undanförnum árum. Viðhaldi vega er einnig mjög ábótavant í landshlutanum. Veruleg þörf er á auknu fjármagni í þennan málaflokk í landshlutanum.
Stjórn SSNV fagnar nýjum lögum um byggða- og sóknaráætlanir og þeirri meginstefnu að landsmenn skuli hafa jöfn tækifæri á sem flestum sviðum án tillits til búsetu. Mikilvægt er að mótuð verði stefna um það hvaða þjónustu er unnt að veita öllum íbúum landsins í heimabyggð og hvaða þjónustu er ekki mögulegt, af einhverjum ástæðum að veita í heimabyggð. Dæmi um þjónustu sem auðvelt ætti að vera að veita öllum landsmönnum án tillits til búsetu er menntun. Það er óþolandi með öllu að íbúar landsbyggðarinnar sem kjósa að afla sér æðri menntunar skuli þurfa að flytjast búferlum til þess að það sé mögulegt. Með nútímatækni er í raun hægt að kenna nánast allt í fjarnámi. Líklega væri það ein áhrifaríkasta byggðaaðgerð sem völ er á, til lengri tíma litið ef Háskóla Íslands yrði gert skylt að kenna nánast allar greinar í fjarnámi. Grunnforsenda þess að svo megi verða er að allir landsmenn hafi aðgang að góðu netsambandi. Stjórn SSNV fagnar þeim áherslum sem lagaðar hafa verið með verkefninu Ísland ljóstengt og því metnaðarfulla markmiði að koma öllu landinu í gott netsamband á árinu 2020 og hvetur til þess að auknir fjármunir verið lagðir til verkefnisins svo að tímaáætlun þess standist. Jafnframt hvetur stjórn SSNV til þess að Háskóla Íslands verði gert skylt og kleift að þjóna öllum landsmönnum hvar sem þeir eiga heima.
Stjórn SSNV fagnar því að auknu fjármagni skuli varið til byggðamála og sóknaráætlana en bendir jafnframt á að jafna þarf aðstöðu fólks og fyrirtækja ekki síst með tilliti til þess hvaða möguleika þessir aðilar hafa til að nýta þjónustu opinberra aðila og hvaða kostnað þeir bera af því að leita þjónustunnar. Staðreyndin er sú að það er í langflestum tilfellum dýrara fyrir fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni að nýta þá þjónustu sem veitt er af ríkinu og kostuð af skattfé, þess vegna þarf að skoða það alvarlega að jafna þann mismun í gegnum skattkerfið. Sem dæmi má nefna að engin fæðingarþjónusta er á Norðurlandi vestra og verða flestir íbúar Norðurlands vestra að leita heilbrigðisþjónustu í annan landshluta af og til.
Stjórn SSNV leggur áherslu á að sveitarfélögum verði tryggðar auknar tekjur vegna vaxandi útgjalda þeirra vegna fjölgunar ferðamanna. Auk þess að tryggt verði fjármagn til að mæta auknu álagi á innviði s.s. löggæslu og heilbrigðisþjónustu og ekki síst vegakerfið.
Stjórn SSNV tekur undir áhyggjur þær er koma fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um almenningssamgöngur. Tryggja þarf aðgang landsmanna að almenningssamgöngum en bent er á að samningar ríkisins og landshlutasamtaka renna út í árslok 2018. Til þess að verkefnið geti haldið áfram er mikilvægt að fjármögnun verkefnisins verði betur tryggð en raunin hefur verið til þessa og að nýtt frumvarp um farþegaflutninga á landi líti dagsins ljós. Mikilvægt er að stefna ríkisvaldsins sé skýr og að henni sé fylgt eftir á þann hátt að friður geti verið um þetta mikilvæga verkefni.
Stjórn SSNV ætlast til þess að hluta af þeim auknu fjármunum sem áætlað er að leggja til heilbrigðismála verði varið til að efla þær einingar heilbrigðiskerfisins sem staðsettar eru á Norðurlandi vestra. Með auknum straumi ferðamanna hefur álag á þessar stofnanir stóraukist enda magfaldast fjöldi þeirra sem „gista“ Norðurland vestra yfir ferðamannatímann.
Sem fyrr segir fagnar stjórn SSNV þingsályktunartillögunum og þeirri breytingu sem orðin er á áætlanagerð fjármála ríkisins og styður þær heilshugar að því gefnu að Alþingi að koma til móts við þær ábendingar sem að framan eru raktar.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla, 675. mál.
Samþykkt að veita ekki umsögn
Utanríkismálanefnd Alþingis óskar umsagnar um tilögu til þingsályktunar
um staðfestingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur, 783. mál
Samþykkt að veita ekki umsögn
Fjárlaganefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um opinber innkaup (heildarlög, EES-reglur), 665. mál
Samþykkt að taka undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi mál 665.
7. Umsagnarbeiðni frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp um námslán og námsstyrki.
Framkvæmdastjóra falið að skoða hvernig frumvarpið horfir við jafnrétti til náms eftir búsetu.
8. Skýrsla framkvæmdastjóra
Skýrslan var flutt munnlega á fundinum
9. Önnur mál
Adolf fór yfir málið
Unnur fór yfir málið
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:35.
Adolf H. Berndsen (sign.)
Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)
Valgarður Hilmarsson (sign.)
Sigríður Svavarsdóttir (sign.)
Stefán Vagn Stefánsson (sign.)
Björn Líndal Traustason (sign.)